Veikindafréttir

Nú hef ég fengið þær leiðinlegu fréttir að ástæða sjúkrahúsdvalar fósturdóttiur hennar Dóru Kristínar, Cynthiu er hvítblæði. Hér er mynd af Cynthiu: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/image/859730/. Við vitum ekki mikið um hana, annað en stendur með myndinni, hún er í baby class, sem þýðir að hún er undir 6 ára. Hún er nýbúin að fá stuðningsaðila og ég var rétt búin að senda Lucy póst og biðja hana um frekari upplýsingar um Cynthiu, þegar ég fékk fréttir af veikindum hennar sjálfrar. Dóra hefur séð svo um að Cynthia fái afhentar gjafir á sjúkrabeðið til að létta henni lífið og láta hana vita að hún eigi sér góða stuðningsaðila, þó í fjarlægð sé.

 Eftir því sem Victor (titlaður yfirkennari Little Bees) segir, er Lucy ennþá mjög máttfarin. Hann segir að þökk sé hennar góða framlagi til samfélagsins í gegnum tíðina, hafi hún hlotið bestu umönnun. Því hún hefur þurft að fá næringu í æð, blóðgjafir og lyf. Blóð úr blóðbanka kostar mikið, en tveir vinir gáfu blóð og sjö aðrir lýstu sig reiðubúna til að gefa blóð. Þetta segir Victor að hafi gert læknana forviða og þeir hafi velt því fyrir sér hvers konar manneskju þeir væru með í höndunum, því að í Kenía mun fólk hræðast að gefa öðru fólki blóð. Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt um menninguna í Kenía.  Victor sagði líka að fólkið hefði sagt læknunum frá hinu góða starfi Lucy og þeir hafi þá lagt sig ennþá meira fram um að bjarga lífi hennar og meira að segja lækkað reikninginn hennar.

Það er sanngirni í heiminum eftir allt saman Grin Með orðum Victors: "Lucy;s hard work has saved her life, and all her friends, parents, cheered and praise God, because mama lucy was to die. She could not talk either open her eyes nor hear a word, but now she can whisper and give a small smile to friends who are around her bed, she also praises God ,and remembers her child Cynthia and asks about her."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband