Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Robin Owino vantar stuðningsforeldri

Robin Owino whom you wanted

 Þessi litli strákur heitir Robin Owino og er 6 ára.  Hann leitar að stuðningsforeldri á Íslandi.  Viðkomandi myndi greiða 1.500 kr. á mánuði til Vina Kenya, sem kemur greiðslunni til skila.  Reglulega eru svo sendar skýrslur um barnið til stuðningsforeldris. 

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í uppbyggingu Little Bees með okkur með því að gerast stuðningsforeldri barns þar, sendu mér þá póst á byflugur@gmail.com.


Nú byggjum við fyrstu kennslustofuna

Í dag sendi ég aðra greiðslu, kr. 250.000,- til þess að byggja fyrstu kennslustofuna.  Sú fjárhæð dugar fyrir efni, en íbúar á svæðinu hafa lofað því að leggja til starfskrafta sína í sjálfboðavinnu til þess að koma kennslustofunni upp.  Við erum búin að kaupa landið sem þarf, svo nú er bara að byggja .... og byrja að safna fyrir næstu stofu, því að með þessu framlagi er söfnunarreikningurinn galtómur!

Minni auðvitað á bankareikninginn, 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Fyrsta áfanga er lokið!

Nú hafa þær fréttir borist að búið er að ráðstafa peningunum sem ég sendi út, til kaupa á landi.  Little bees sructure before 2Keyptir voru 2 kofar með samtals 8 herbergjum.  Annar kofinn hefur þegar verið rifinn og verður þar byggð ný kennslustofa fyrir peningana sem ég mun senda út fljótlega. Þið sem eigið eitthvað afgangs, mig vantar um 40 þús. til að ná 250 þús., sem kostar að byggja eina kennslustofu.  Reynt verður að lappa uppá hinn kofann og nota í kennslu, a.m.k. til að byrja með. Hér sjáið þið myndir af herlegheitunum, þetta virkar ekki merkilegt, en munar óskaplega miklu fyrir börnin sem þarna stunda nám.   .W00t

Lucy sendi mér kvittanir og kaupsamninga vegna kaupa á landinu.  Þið getið kíkt á hvernig það lítur út undir myndaalbúmi sem heitir mars 2007, hérnaLittle bees sructure before 2 vinstra megin á síðunni.  Þar eru líka fleiri myndir af svæðinu.

Ennfremur minni ég á bankareikning söfnunarinnar, sem er 0137-15-380813, kt. 550109-0850.

 


Marion fékk malaríu

Marion at the ward minÉg ætla að deila með ykkur myndum að henni Marion, fósturbarninu mínu í Little Bees.  Hún var svo óheppin þessi litla elska, að hún fárveiktist af malaríu og þurfti að leggjast á sjúkrahús í nokkra daga.  Kom þaðan svo öll grá og guggin.  Er samt öll að braggast núna, eftir skýrslum að dæma.Marion Atieno at a school

 

 


Kvittun og reikningsyfirlit

Ég bið ykkur afsökunar, örlátu vinir sem hafið leyft litlu börnunum í Little Bees að njóta örlætis ykkar.  Það var alltaf meiningin að setja hér inn kvittanir fyrir öllum greiðslum oþh.  Hér kemur því kvittun fyrir fyrstu (og einu) greiðslunni sem send hefur verið til Little Bees.  Eitthvað meira var nú til á reikningnum, en ég vildi prufa að senda eina greiðslu fyrst og fá kvittanir, áður en ég sendi þá næstu.  Hér fyrir neðan getið þið séð bæði reikningsyfirlit og kvittun fyrir millifærslu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband