Fréttir af skólabyggingu
12.4.2010 | 10:08
Við sendum 220 þús. sem söfnuðust með jólakortasölu til Kenía fyrir nokkru. Þessi fjárhæð gerði um 117 þús. keníska shillinga. Þessi fjárhæð dugir ekki til þess að klára efri hæðina og stigann sem liggur utan á húsinu, til þess vantar ennþá um 83 þús. keníska shillinga, en þetta kemur þótt hægt fari. Skólabyggingin, þó ókláruð sé, hefur skipt sköpum fyrir skólastarfið og við hættum ekki fyrr en skólinn er kláraður
Af Little Bees er allt gott að frétta. Skólastarfið hefur legið niðri, eins og það gerir alltaf í mars. Það er regntímabil og rignir upp á hvern dag, með flóðum og drullu sem því fylgir alltaf. Engar fréttir af veikindum sem betur fer.
Ég set hérna kvittun fyrir þeim hluta peninganna sem búið er að koma í lóg nú þegar og myndir af framkvæmdum af efri hæð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.