Nú er fyrsta áfanga náð!
21.1.2007 | 01:02
Fjáröflun Snyrti-Akademíunnar, Little Bees skólanum til handa var í dag. Ég er eiginlega alveg agndofa yfir því hvað þessar konur eru gjörsamlega frábærar. Bæði nemendur, kennarar og eigendur skólans stóðu vaktina í allan dag og fegruðu og snyrtu af hjartans lyst. Skólinn gaf efnið og nemendur og starfsfólk vinnuna ... og afraksturinn var heilar 287.500,- kr. Sem þýðir bara það að
fyrsta áfanga þessarar söfnunar er náð!
Nú hafa alls safnast 480 þúsund krónur sem duga til að byggja eina skólastofu og kaupa landspilduna sem þarf til að byggja á. Þetta er náttúrulega bara dásamlegt.
Til ykkar yndislegu kvenna í Snyrtiskólanum segi ég bara hjartans þakkir fyrir allt ykkar örlæti. Ég veit að flestir hafa svo sannarlega nóg við sinn frítíma að gera og það að þið skylduð vera fúsar til að gefa vinnu ykkar í heilan dag til að létta börnum í annarri heimsálfu lífið, segir allt sem segja þarf um hjartalag ykkar.
Hér eru nokkrar myndir frá fjáröflunardeginum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.