Skólastofur minnstu barnanna.
21.5.2010 | 00:39
Yngsta deildin í Little Bees hefst við í skúrum sem liggja út frá nýju skólabyggingunni. Þetta er auðvitað hálfgert hreysi, ryðguðu bárujárninu í þakinu var haldið niðri með dekkjum og þakið hélt auðvitað ekki vatni. Einn góður stuðningsaðili Little Bees, hún Magga Stína, öðru nafni Fabúla gaf fjárhæð sem dugði til þess að kaupa nýtt bárujárn og gera við þakið. Hér má sjá myndir af húsinu fyrir viðgerðir og frá vinnu við viðgerðinar.
Nú hafa dugleg börn haldið tómbólu og gengið í hús og selt bangsa og þannig safnað fyrir gluggum í skólastofur yngstu barnanna. Við setjum inn myndir um leið og viðgerðinni er lokið.
Hér eru fleiri myndir af kofunum: http://byflugur.blog.is/album/baby_class/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.