Konurnar í slömminu

Little Bees konurnarMig langar að sýna ykkur myndir af konunum í Madoya fátækrahverfinu í útjaðri Nairobi í Kenía. Ég dáist takmarkalaust af þessum konum, sem búa í samfélagi þar sem enginn strúktúr né skipulag er á neinu. Það er ekkert rennandi vatn, ekki klósett, ekkert rafmagn, engin sorphirða, engin bæjarstjórn, bara kaos. 

Þessar frábæru konur komu saman og skipulögðu sjálfboðaliðastarf í hverfinu og stofnuðu skóla. Þær fengu banka til þess að hjálpa til við að fjármagna byggingu almenningsklósetta og vatnstanks. Fólk borgar fáeinar krónur fyrir vatnið og afnot af klósetti og renna þær krónur til samfélagsverkefna. Sjálfboðaverkefnin sem börnin okkar í Little Bees njóta mjög góðs af er t.d. grænmetisræktun í strigapokum og ræktun á hænsnum, kanínum og öndum til manneldis, þannig að nú njóta börnin í Little Bees skólanum hollara og fjölbreyttara fæðis en áður var Smile

Hér má sjá nokkrar myndir af þessu frábæra fólki: http://byflugur.blog.is/album/konurnar_i_little_bees/, http://byflugur.blog.is/album/2010_april_buskapurinn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband