Gjafir til Little Bees

Það er dásamlegt að upplifa hvernig stuðningur einstaklings eða hjóna við eitt munaðarlaust barn í Kenía, dreifist smám saman út til stórfjölskyldunnar, þannig að barnið í Afríku á orðið heilt stuðningsnet á Íslandi, sem styður barnið og skólann sem það gengur í.

Dæmi um þetta eru Margrét Kristín Sigurðardóttir og Börge Wigum. Þau tóku að sér að styðja Belindu Atieno.  Í kjölfarið tóku foreldrar Möggu Stínu, Sigurður og Jóhanna, að sér að styðja aðra litla stúlku, sem heitir Silvia.

 Móðir Börge átti stórafmæli fyrir dálitlu síðan, í tilefni af afmælinu gaf hún peningagjöf til Little Bees skólans sem Belinda og Silvia stunda báðar. Þá héldu börn Möggu Stínu og Börges tombólu ásamt vinkonu sinni og gáfu andvirðið til Little Bees skólans (sjá: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1079148/) . Hér að neðan má sjá afraksturinn af þessum peningagjöfum. Keyptir voru nýjir matardiskar úr ryðfríu stáli fyrir öll börnin sem stunda skólann, en þau fá hádegismat í skólaBULDING MATERIAL DONATIONnum. Hinir gömlu voru úr plasi og voru orðnir verulega úr sér gengnir. Einnig voru keyptar námsbækur handa börnunum, en allt námsefni í skólanum er af mjög skornum skammti. Smám saman eru þau mál þóMAGASTINA MOTHER IN LAW DONATION OF FEEDING PLATES að komast í betra lag, með framlögum héðan og þaðan. Þá var líka keypt efniviður til þess að setja múrhúð á gólf nýja skólahúsnæðisins.

Það er alveg magnað hvað börn íslensku stuðningsforeldranna hafa verið dugleg að styrkja Little Bees skólann með tombólufé. Áður hafa verið keyptir gluggar í nýja skólann fyrir söfnunarfé þeirra.

BAHATI NASIBU & MAGASTINA DONATIONS Receipt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband