Fjáröflunardagur til styrktar Little Bees skólanum í Snyrtiakademíunni
18.11.2010 | 11:06
Í dag er fjáröflunardagur í Snyrtiakademíunni - nemarnir á fullu að dekra við gestina með andlitsmeðferðum, fótaaðgerðum o.fl. o.fl.
Þessir yndislegu nemar og starfsfólk skólans vinna í dag fyrir börnin í Little Bees, því skólinn í Nairóbí mun fá allan afrakstur dagsins.
Það er enn hægt að skrá sig í tíma eftir hádegi!
Kærar þakkir fyrir okkur!
Eftirtalið verður í boði í Snyrtiakademíunni:
1. Snyrtiskólinn. Kl.9-16.
Andlitsmeðferð. Verð kr. 5000.
Litun og plokkun. Verð kr. 3000.
Líkamsnudd. Verð kr. 5000.
2. Fótaaðgerðaskóli Íslands. Kl.9-16.
Fótaaðgerð kr.5.000.
3. Förðunarskólinn. Kl.9-13.
Nemendur og kennarar Förðunarskólans munu bjóða upp á ráðleggingar varðandi dag- , kvöld-
og brúðarförðun. Verð kr. 2000.
Allur ágóði dagsins mun renna óskiptur til Little Bees skólans.
Við vonumst eftir stuðningi þínum við athafnasemi okkar í þágu góðs málefnis.
Panta má tíma í síma 553-7900 begin_of_the_skype_highlighting 553-7900 end_of_the_skype_highlighting eða senda tölvupóst á skoli@snak.is.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.