Falleg jólakort

Nýju jólakortinÞessi gullfallegu jólakort eru nú til sölu hjá okkur. Pakki með 5 kortum kosta 600 kr.  og fer allur ágóði af sölunni í byggingasjóð Little Bees skólans.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".

 Ágóði af jólakortasölu undanfarin ár ásamt ágóða af fleiri fjáröflunun, hefur staðið undir byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir börnin sem stunda skólann.

Þegar við byrjuðum aðbakhlið jólakorta styðja við Little Bees skólann, fór kennslan fram í litlum bárujárnshreysum með moldargólfum, í sumum kofanna voru bekkir en í öðrum var ekki neitt. Kennslugögn skólans voru ein lítil krítartafla, ekkert annað. Börnin höfðu hvorki blöð né skriffæri, hvað þá kennslubækur. Hægt og hægt hefur skólinn risið. Hann er nú tvær hæðir en einungis neðri hæðin hefur þó verið tekin í notkun. Vonumst við til þess að að fjáraflanir í kringum jólin, dugi til þess að hægt verði að taka efri hæðina í notkun.

Nú sitja börnin í skólastofum sem ekki hafa moldargólf, það eru borð og stólar í kennslustofunum og kennarar skrifa námsefnið á töflur. Það er búið að reisa lítinn steinkofa við hliðina á nýja skólanum sem hýsir bókasafn. Þó að safnkosturinn þætti ekki merkilegur á íslenskan mælikvarða, þá er þetta svo ótrúlegur mikill munur frá því sem áður var. Grin

Hér er hlekkur á myndband sem sýnir bókasafnið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8692/

Hér er annað myndband sem sýnir Omondi, lýsa þakklæti sýnu fyrir nýja skólann: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8687/ og þriðja sem sýnir Robin þakka fyrir sig, þarna sést aðeins inn í nýja skólahúsið: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8685/


Áhrifin inn í svona samfélag þar sem vonleysi og örbirgð ríkja, er þó miklu meiri heldur en bara peningaframlagið. Við það að fá aðstoð og vitneskju um að meiri aðstoðar geti verið að vænta, fyllist fólkið í hverfinu og sjálfboðaliðarnir sem sinna skólanum nýjum krafti og hefjast handa við að bæta umhverfi sitt á allan hátt. Stór öskuhaugur sem lá nálægt skólanum hefur verið fjarlægður og mikill metnaður er lagður í að snyrta umhverfið. Það er ábyggilega ekki algengt að trjám sé plantað í miðjum fátækrahverfum, eins og búið er að gera í kringum Little Bees. Þar sem fæði barnanna er mjög einhæft, var hafist handa við að rækta spínat og annað hollt grænmeti í pokum við skólann. Þá voru einnig keyptar hænur og endur til eldis, til þess að börnin fengju stöku sinnum egg og kjöt, og fleira mætti nefna .

Kona sem heimsótti Little Bees fyrir 4 árum og aftur núna fyrir ári síðan segir að andrúmsloftið á staðnum sé gjörbreytt til hins betra frá því að skólabyggingin reis. Núna ríkir þarna bjartsýni og kraftur. Skólahúsið þjónar ekki eingöngu skólabörnunum, þar er einnig notað sem samkomustaður kvennanna í hverfinu, þar koma þær saman, ráða ráðum sínum og skipuleggja hvað hægt sé að gera meira til sjálfshjálpar.

Ef þú vilt kaupa jólakort, vinsamlegast hafðu samband í byflugur@gmail.com eða á Facebook "Vinir Little Bees".

 

 Nýja skólahúsið

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband