Myndir af jólamat og jólagjöfum
16.1.2011 | 22:13
Fréttir til stuðningsforeldra
Hér sjáið þið myndir af fósturbörnunum ykkar sem teknar voru í kringum jólin ( http://byflugur.blog.is/album/2011_januar/ - smellið á litlu myndirnar til að stækka þær). Þetta eru myndir af börnunum með jólagjafnirnar sínar - en þau fengu öll ný föt í jólagjöf frá stuðningsaðilum sínum á Íslandi. Þarna vantar reyndar mynd af Cynthiu litlu, en hún þjáist af hvítblæði og lá á sjúkrahúsi þegar myndirnar voru teknar. Lucy fór samt með jólagjöfina og góðan mat til Cynthiu á sjúkrahúsið. Cynthia fær líka af og til heimsóknir frá starfsfólki og samnemendum sínum í Little Bees.
Við sendum pening fyrir sameiginlegri jólamáltíð handa öllum börnunum sem stunda Little Bees skólann, en þau buðu líka með sér öðrum fátækum börnum úr nágrenninu sem ekki stunda skólann. Fyrir hátíðina voru keypt 10 kg. af kjöti, 40 kg. af hrísgrjónum, 3 lifandi kjúklingar, sekkur af hveiti og gos. Þetta var mikill hátíðisdagur, börnin sungu saman og horfðu á fimleikasýningu sem Little Bees börnin undirbjuggu.
Hér fyrir neðan koma svo skýrslur um hvert barn, smellið á tengil með nafni ykkar barns til að sjá skýrslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.