Fréttir af Silviu Mwanikha
6.10.2011 | 16:53
Silvía Mwanikha fæddist fötluð á hendi. Fyrir skömmu var ástand hennar orðið þannig að læknar sögðu að ef hún gengist ekki strax undir aðgerð, yrði að taka af henni handlegginn, því höndin var byrjuð að rotna. Meðferð hennar verður í nokkrum áföngum. Búið er að skera einu sinni, taka bein úr baki og læri og bæta í handlegginn. Silva er nú á spítala með teina í handleggnum. Ef smellt er á hlekkina hér að neðan, má sjá myndir af henni á sjúkrahúsinu. Í öðrum áfanga verður gert við olnboga Silvíu og þegar hún hefur jafnað sig á því verða teinarnir teknir úr og gifsi sett á handlegginn.
Lucy, forstöðukona Little Bees, gerir ráð fyrir að það sem eftir stendur af læknismeðferð Silviu muni kosta um 240 þús. keníska shillinga. Miðað við hvernig gengið hefur verið upp á síðkastið þá gera það um 400 þús. kr. íslenskar. Okkur hefur tekist að safna 127 þúsund kr. sem þegar hafa verið sendir til Little Bees og höldum áfram að safna fyrir því sem eftir stendur.
Söfnunarreikningurinn er 137-26-4645, kt. 550109-0850.
Við viljum þakka Kristjáni S. Gunnlaugssyni, Hrafnhildi Gunnlaugsdóttur, Eydísi Mary Jónsdóttur, Ergo ehf. (Margréti Kristínu Sigurðardóttur og Börge Johannes Wigum), Kristínu Sævarsdóttur, Gunnellu Jónasdóttur, Jóni Hákoni Jónssyni og síðast en ekki síst styrktarforeldrum Silvíu á Íslandi, þeim Sigurði og Jóhönnu, innilega fyrir að styrkja Silvíu til betra lífs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.