Fjórir flottir bræður í tveimur heimsálfum
17.11.2011 | 20:31
Jose er munaðarlaus og býr ásamt bróður sínum hjá aldraðri ömmu í litlum kofa með moldargólfi. Hann er 8 ára og hefur gaman af því að spila fótbolta með vinum sínum og er duglegur að hjálpa ömmu sinni sem er ekki heilsuhraust.
Mathias Meso er fæddur 2008 og er á fjórða ári. Hann býr ásamt systur sinni hjá móður þeirra í fátækrahverfinu. Pabbi hans var yfirkennari í Little Bees skólanum, en hann var stunginn til bana í janúar á þessu ári.
Þeir Jose og Mathias hafa nú eignast bræður á Íslandi sem eru jafnaldrar þeirra. Það eru þeir Helgi sem fæddur er árið 2003 og Gunnar sem fæddur er 2008 en þeir ætla ásamt móður sinni, Eydísi Mary Jónsdóttur ætla að styrkja þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.