Gerðu góðverk og láttu dekra við þig
25.1.2012 | 21:25
Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að dekra við sjálfan sig um leið og maður gerir góðverk, en nú er komið að því!
Þann 6. febrúar nk. ætla nemendur og starfsfólk Snyrtiakademíunnar í Kópavogi að hafa fjáröflunardag og rennur afraksturinn óskiptur í byggingasjóð Little Bees skólans.
Nemendur, kennarar og annað starfsfólk Snyrtiakademíunnar ætlar að taka höndum saman og styrkja Little Bees skólann í Naírobí, Kenía, en skólinn er rekinn fyrir fátæk og munaðarlaus börn.
Eftirtalið verður í boði í Snyrtiakademíunni:
Snyrtiskólinn. Kl. 11:30-16.
Andlitsmeðferð 60 mín 6.000Húðhreinsun 75 mín 4.500
Litun og plokkun 45 mín 3.500
Handsnyrting án lökkunar 60 mín 4.000
Handsnyrting með lökkun 75 mín 4.500
Fótsnyrting án lökkunar 60 mín 4.000
Fótsnyrting með lökkun 75 mín 4.500
Líkamsnudd 60 mín 5.000
2. Fótaaðgerðaskóli Íslands. Kl. 8:30, 10:30, 13 og 14:30, pantanir í síma 553 7900
Fótaaðgerð kr. 4.500
Við hvetjum auðvitað alla sem vettlingi geta valdið að panta sér tíma sem fyrst í síma 553-7900
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.