Kærar þakkir Ásta Finnbogadóttur
11.3.2012 | 23:31
Hún Ásta Finnbogadóttir er ein af systkinunum í Vallatúni (sem fór undir hraun í Vestmannaeyjagosinu). Ásta og Gréta systir hennar eru einar eftirlifandi af systkinahópnum. Frænkurnar af Vallartúnsættinni mynda einstaklega samhentan og skemmtilegan hóp sem hittist reglulega á kaffihúsum eða í heimahúsum, en á 5 ára fresti eru haldin ættarmót. Gígja Árnadóttir, sem hefur stutt Little Bees skólann með ráðum og dáð, síðan hún heimsótti skólann ásamt fyrir nokkrum árum, er ein af þessum flottu frænkum.
Þegar hún Ásta varð 85 ára í febrúar, ákvað þessi flotti frænkuhópur að heiðra Ástu með gjöf, sem er höfðingleg peningagjöf til Little Bees skólans og má hún Lucy forstöðukona velja hvað hún vill nýta peningana í.
Við þökkum auðvitað Ástu og frænkuhópnum innilega fyrir okkur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.