Grace Musau hefur eignast stuðningsfjölskyldu
22.8.2012 | 00:28
Grace Musau er 12 ára stúlka sem stundar Little Bees skólann sem starfræktur er í einu af fátækrahverfum Nairobi borgar í Kenía.
Grace hefur nú eignast stuðningsfjölskyldu á Íslandi, en það er Rakel Marín Konráðsdóttir, 10 ára, og fjölskylda hennar sem ætla að styðja Grace.
Grace veitir svo sannarlega ekki af stuðningi. Hún er önnur í röðinni af 6 systkinum, en foreldrar barnanna, Michael og Mukai eru bæði sjúk af alnæmi. Fjölskyldan býr öll í einu herbergi í litlum moldarkofa. Veikindi foreldranna koma í veg fyrir að þau geti séð börnum sínum farborða en velunnarar og vinir hjálpa til, kvennahópur Little Bees færir fjölskyldunni t.d. mat.
Það vill svo skemmtilega til að vinkona Rakelar, Elín og hennar fjölskylda, styðja aðra stúlku sem stundar
Little Bees skólann. Sú stúlka heitir Marion og er vinkona Grace, þannig að tvær vinkonur í Garðabæ eiga nú fóstursystur í Kenía sem líka eru vinkonur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.