Höfðingleg gjöf til Little Bees

Belinda sem á góða vini á ÍslandiFyrir nokkrum árum datt lítil stúlka í Little Bees skólanum í lukkupottin, þegar yndisleg fjölskyla á Íslandi gerðist stuðningsfjölskylda hennar. Stúlkan heitir Belinda, en þau sem styrkja hana heita Börge Wigum, Margrét Kristín Sigurðardóttir og börn þeirra Ágúst Örn og Embla Wigum.

 

En það var ekki bara Belinda sem var heppin, heldur allur skólinn hennar, því þessi góða fjölskylda hefur verið óþreytandi að styðja skólann með ráðum og dáð, með peningaframlögum, með því að finna fleiri stuðningsforeldra fyrir skólann og fjáröflunum. Magga Stína, kannski betur þekkt sem tónlistarkonan Fabula (fabula.is), skipulagði ásamt móður sinni, sem einnig er styrktarforeldri barns í Little Bees, tónleika til styrktar fatlaðri stúlku til að greiða fyrir bæklunaraðgerð hennar (sjá nánar hér: http://goo.gl/g1mk8 ). Stúlkan hefur nú í fyrsta sinn not af vinstri hendi sinni.

 

Nú var það Börge sem notaði tækifærið þegar hann átti stórafmæli til þess að safna fé fyrir Little Bees. Fjölskylda hans og vinir slógu saman og söfnuðu hvorki meira né minna en 180 þúsund krónum sem renna munu í byggingasjóð skólans. Þegar er byrjað á nýrri byggingu, sem ég sýni ykkur myndir af í næstu glósu. Þessir peningar munu fara langt með að byggja það hús :)

 

Elsku fjölskylda, þið eruð miklu meira en dásamleg. Fullt, fullt af litlum börnum sem öll eru fátæk og mörg eiga dálítið bágt, fá á hverjum degi betra atlæti fyrir ykkar tilstuðlan!

 

Kærar þakkir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband