Enn bætist í Little Bees fjölskylduna

Við bjóðum Stígrúnu Ásmundsdóttur innilega velkomna í Little Bees fjölskylduna. Hún hefur tekið að sér að styðja hvorki meira né minna en 3 börn, þau Esther Nyangweso, Benjamin Mwinzi og Grace Wairimu.

IMG 3025

Esther er 7 ára og stundar nám í 1. bekk í Little Bees skólanum. Hún á 3 systkini á aldrinum 4 til 16 ára. Esther býr með móður sinni og systkinum í kofa með moldargólfi við mjög erfiðar aðstæður, en faðir hennar lést úr krabbameini árið 2009. Móðirin reynir að sjá fjölskyldunni farborða með þvottum fyrir ríkt fólk. Esther stundaði ekki skólann áður, en kom alltaf ásamt bróður sínum þegar heyrðis í hádegisverðarbjöllunni og fékk að borða með börnunum í skólanum, þannig að Lucy forstöðukona Little Bees skráði þau í skólann þannig að þau fengju menntun og hádegismat. Nú mun Stígrún greiða fyrir hana skólagjöld, skólabúning, skófatnað og annað sem hún þarf til að geta stundað skóla með reisn. Lucy lýsir Esther sem feiminni stúlku sem gangi vel í námi.

 Benjamin Mwinzi er lágvaxin, kurteis og mjög klár strákur sem kemur úr sárafátækri fjölskyldu sem á basli með að sjá honum fyrir menntun og fæði. Hann er ynstur þriggja systkina sem búa hjá ömmu sinni í eins herbergis kofa með moldargólfi. Benjamín varð yfir sig glaður þegar hann frétti að hann væri kominn með stuðningsforeldri á Íslandi og spurði strax hvort hann fengi þá ekki skó eins og hin börnin sem eiga fósturforeldra á Íslandi :)

Grace Wairimu býr ein með ömmu sinni sem er rúmföst sökum veikinda. Hún sér um alla snúninga á heimilinu, svo sem innkaup og að sækja vatn. Lucy lýsir henni sem einfara sem vilji ekki mikið blanda geði við önnur börn. Grace hefur oft á tíðum þungar áhyggjur af heilsufari ömmu sinnar. Þessi litla stúlka sem á svo fáa að varð því heldur betur glöð og stolt þegar hún heyrði að Stígrún hefði valið hana sem fósturbarn sitt og bíður spennt eftir að fá að sjá mynd af henni. 

Hér eru myndir af þessum dásamlegu börnum: http://byflugur.blog.is/album/2013_mai_ny_fosturborn/

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband