Ómar Valdimarsson hjá Rauða krossinum ætlar að koma peningum til skila

Ómar Valdimarsson hjá Rauða krossinum, staðsettur í Kenýa, hefur samþykkt að setja sig í samband við Lucy í Little Bees (sem er nú í felum, sjá blogg að neðan) og afhenda henni 50 þús. kr. sem safnað hefur verið fyrir hana. 

Inga og Bergþór styrktaraðilar tveggja barna í Little Bees hafa lagt fram 25 þús. kr. og Brynhildur (ég) og Erlendur, eigendur Gólfþjónustu Íslands, hafa samþykkt að 25. þús. kr. af 150 þús. kr. sem fyrirtækið lagði í byggingasjóð Little Bees, verði notað í þessari neyð sem ríkir núna.

Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona, er að ekki er óhætt að vera mikið á ferðinni núna, auk þess sem það tekur af einhverjum ástæðum heila viku og stundum rúmlega það, að millifæra peninga á milli Íslands og Kenýa.  Þá tekur líka bankinn í Kenýa líka alltaf eitthvað af upphæðunum sem sendar eru, jafnvel þó að allur kostnaður við flutninginn sé greiddur á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband