Peningarnir hafa skilað sér til Little Bees

Fékk póst  frá Ómari Valdimarssyni hjá Rauða krossinum í Kenýa.  Hann afhenti Lucy peningana sem við sendum um helgina.  Það er enginn vafi á því að þeir koma að góðum notum í þessu hörmulega ástandi sem þar ríkir.

Eins og segir í póstinum frá Lucy er búið að stela öllu steini léttara úr skólanum, öllum mat, bókum, dýnum o.s.frv.  Samhliða áframhaldandi söfnun fyrir skólabyggingunni ætlum við því að reyna að safna meiri peningum til að senda þegar ástandið fer að lagast og hægt verður að koma skólanum aftur í gang. Trúlega mun það kosta eitthvað að starta skólanum aftur.

Þið örlátu einstaklingar þarna úti sem viljið styrkja þessi munaðarlausu börn, söfnunarreikningur okkar er0137-15-380813, kt. 550109-0850., bæði fyrir skólabyggingu og neyðaraðstoð.  Þeir sem vilja styrkja bygginguna eru beðnir um að láta fylgja í tilvísun "bygging", þeir sem vilja hjálpa til við að koma skólanum aftur í gang eru beðnir um að láta fylgja í tilvísun "Lucy".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband