Sinntu hjálparstarfi, um leið og þú lætur dekra við þig.

Hinir örlátu kennarar og nemendur í Snyrti-Akademíunni ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hafa opið hús laugardaginn 26. janúar nk. þar sem boðið verður uppá alls konar snyrtingu, förðun og nudd gegn vægu verði. Öll innkoma þennan dag rennur óskipt í byggingasjóð Little Bees.  Nemarnir gefa vinnu sína og skólinn gefur efni.  Hvet ykkur því öll til að láta skrá ykkur í síma 553-7900, eða með tölvupósti á skoli@snyrtiakademian.is.

Sjá nánar hér að neðan þar sem stendur "Skrár tengdar þessari bloggfærslu".

Þið eruð til fyrirmyndar.  Frábært framtak hjá ykkur í Snyrti-Akademíunni!

Minni svo auðvitað á söfnunarreikninginn, hann er nr. 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband