Frábært tækifæri til að dekra við sál og líkama....

Já þetta er dagsatt.  Þú getur nært sálina með góðverki, um leið og þú liggur á þægilegum bekk og Nýja byggingin er hálfnuðlætur dekra við þig.  Næstkomandi laugardag heldur Snyrtiakademían í Kópavogi fjáröflunardag.  Nemarnir ætla að gefa vinnu sína og skólinn leggur til efni, áhöld og aðstöðu.  Afraksturinn rennur óskertur í byggingarsjóð Little Bees skólans, sem rís hægt og sígandi í fátækrahverfinu Madoya við Nairobi í Kenýa.  Síðasta ár söfnuðust tæplega 300 þús. kr. á fjáröflunardeginum hjá stelpunum og dugði sú upphæð langleiðina til að byggja neðri hæð skólans.  Eins og sjá má af myndinni er þetta nú ekki bygging sem stæðist íslenska byggingareglugerð, en almáttugur, hvílíkur munur frá litlu hreysunum sem börnin höfðust í áður (sjá t.d. mynd á http://byflugur.blog.is/album/LittleBees-november/image/98775/).

Já það fara að verða síðustu forvöð að skrá sig.  Ég hef það fyrir satt að enn sé hægt að komast í líkamsnudd, gervineglur eða förðun og eflaust eitthvað fleira, hjá Snyrtiakademíunni á laugardaginn.  Það er því um að gera og taka upp símann og skrá sig í dekrið í síma 553-7900, eða með tölvupósti á skoli@snyrtiakademian.is.

Hér er fréttatilkynning með nánari upplýsingum:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband