Nú klárum við að byggja skólann okkar í Kenya

Fjáröflun Snyrti-Akademíunnar, til styrktar byggingu skólahúsnæðis fyrir Little Bees skólann í Kenýa var haldin á laugardaginn.  Þessar konur eru algjörir snillingar.   Núverandi og fyrrverandi nemendur, starfsfólk og eigendur skólans stóðu vaktina í allan daginn og dekruðu við gesti og gangandi.  Skólinn gaf efnið og nemendur og starfsfólk vinnuna ... og afraksturinn var yfir 220 þús kr.  Með því sem áður hefur safnast, höfum við nú rétt tæpar 400 þús. kr. til að senda til Little Bees, og mun það duga til að ljúka við að koma upp veggjum á fyrstu hæð og veggjum og þaki á annari hæð.

Nýja byggingin er hálfnuðTil ykkar yndislegu kvenna í Snyrtiskólanum segi ég bara mínar innilegustu þakkir fyrir allt ykkar örlæti.  Ég veit að flestar hafa svo sannarlega nóg við sinn frítíma að gera og það að þið skylduð vera fúsar til að gefa vinnu ykkar í heilan dag til að létta börnum í annarri heimsálfu lífið, segir allt sem segja þarf um hjartalag ykkar.  

Hér eru nokkrar myndir frá fjáröflunardeginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband