Fréttir af fósturbörnum í Little Bees

Hér má sjá myndir sem voru að berast, af fósturbörnunum í Kenýa.  Ég fékk ekki neinar upplýsingar með þessum myndum, fæ sennilega annan póst á næstu dögum, en af myndunum að dæma er skólinn kominn í gang aftur, sem hlýtur að þýða að það er kominn á einhver stöðugleiki aftur í fátækrahverfunum.  Þá er bara að krossa fingur og vona að Condoleezza Rice og Kofi Annan takist að miðla málum milli "forsetanna tveggja".  Ef ekki er mikil hætta á að allt fari í bál og brand aftur.  Hérna eru svo nýjustu myndirnar af börnunum: http://www.byflugur.blog.is/album/februar2008/.

Sjáið fyrir aftan börnin á myndinni hérna, hverri annarri en Lucy Odipo dytti í huga að fara að punta í kringum sig, í miðjum ruslahaugnum, með blómum.  Er þetta ekki alveg einstök kona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú. Hún Lucy er alveg einstök og ótrúleg manneskja. Ég bið kærlega að heilsa henni næst þegar þú skrifar henni. Baráttukveðjur til Little Bees.

Kristín (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband