Fósturbörnin okkar í Little Bees er ennþá mjög veik

Fékk eftirfarandi póst frá Lucy vegna kólerufaraldursins sem lagði fjölda barna í Little Bees skólanum í rúmið. Á hverju ári veikjast venjulega einhver börn af malaríu í kringum regntímabilið, en skv. Lucy er þetta fyrsti kólerufaraldurinn sem hún hefur orðið vitni að. Börnin liggja á sjúkrahúsi með næringu í æð og eru svo máttfarin að þau geta ekki talað. Eins og ég sagði ykkur áður, hafa 2 af yngstu meðlimum Little Bees látist í þessum faraldri.

Við höfum hrundið af stað söfnun og höfum þegar safnað rúmlega 30 þús kr. til þess að hjálpa til við að greiða fyrir læknisþjónustu barnanna, en að dugar nú frekar skammt. Söfnunarreikningurinn er 0137-26-4645, kt. 550109-0850.

Þá langar mig einnig að kanna hjá ykkur hvort einhver á ekki gamla nothæfa fartölvu og módem, sem hann/hún væri til í að leggja af mörkum til starfsins. Lucy þarf að koma sér á netkaffihús, sem er dálítill spölur, til þess að hafa samskipti við okkur, og það myndi létta henni samskiptin við okkur og aðra, ef hún gæti gert það heiman frá sér. Það er reyndar ekkert rafmagn í slömminu, en hún er með sólarrafhlöðu sem hún getur notað.

 

Thank you Brynhildur to join me in this time of sickness with the sick children, surely tis has touched my heart and since I was born I have not seen or expecrienced the disease of Cholera and this has made me cry when I see the children suffering undergoing on oxygen,blood transfixion,dripping of plenty of water loosed into their bodies, and my lover children cannot talk to me only looking at me when I come back from the hospital I shed tears, and pray more, even when the 2 baby a boy and a girl died I cried , and ask God Oh my God why to the poorest children and orphan whom I care , so but it was the will of God.Thank you to be with me and to inform all sponsors to know about little bees in this time of temptations. bye Brynhildur I will email you more words when I see a change, I have send you more pictures to Belinda;s sponsor, and The DAP pictures I have send before your children fell sick when kjartan came with their gifts, Marion was happy with pink skirt and jumping rope and marking pencils. Thank you yours mama Lucy Odipo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband