Tracy datt í lukkupottinn
12.6.2009 | 11:39
Hún Tracy Moraa er tveggja ára. Hún á 2 bræður og 2 systur og býr í Madoya fátækrahverfinu við Nairobi í Kenía og stundar Little Bees skólann. Pabba hennar Tracy hefur verið saknað síðan í desember 2007, þegar miklar óeirðir voru í kjölfar kosninga þar en mamma hennar selur grænmeti til þess að sjá börnum sínum farborða, afkoma hennar dugar þó illa til þess að fæða og klæða börnin.
Tracy hefur fengið íslenskan styrktaraðila, Láru Hansdóttur, sem ætlar að styrkja Tracy með mánaðarlegum framlögum, sem tryggja það að hún hljóti menntun og amk. eina máltíð á dag. Takk fyrir Lára mín!
Hér eru fleiri börn sem þurfa á stuðningi að halda: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.