Öll fósturbörnin okkar lifðu af kólerufaraldurinn í Kenía

Loksins góðar fréttir frá Little Bees. Ég fékk póst frá Lucy forstöðukonunni í dag um að öll börnin væru útskrifuð af sjúkrahúsinu, nokkuð slöpp ennþá, en á batavegi. Læknirinn fyrirskipaði mikið af ferskum ávöxtum, soðið vatn og mjólk fyrir börnin. Peningarnir sem við sendum dugðu ekki fyrir lækniskostnaði barnanna og eftir stendur einhver skuld. Lucy tók samt hluta peninganna og keypti fullt af ávöxtum handa börnunum og sagði þeim að það væri gjöf frá stuðningsforeldrum þeirra á Íslandi. Börnin sem enn hafa ekki fengið íslenskan stuðning, fengu líka að njóta. Hún sendir ykkur innilegar þakkir fyrir peningalegan og móralskan stuðning og segir að þessi stuðningur skipti hana ákaflega miklu máli. Nú þurfum við bara að bretta upp ermarnar og reyna eins og við getum að finna fleiri stuðningsforeldra. Ef þið vitið um einhverja sem hafa etv. áhuga á að styðja barn, þá eru börnin hér: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/.

Dauði þessarra fjögurra barna sem létust í faraldrinum reyndu mjög á okkar konu,en eftir því sem mér skilst á póstinum, var hún hjá þeim á dánarbeðinu. Þetta voru allt börn sem voru undir hennar verndarvænd í Little Bees skólanum.

Þá  sagði Lucy mér þær gleðilegu fréttir að ein konan í kvennahóp Little Bees samtakanna hafi fætt litla stúlku sem fengið hafi gælunafnið Brynhildur (í höfuðið á mér Blush). Ég er eiginlega vandræðalega glöð með upphefðina Grin. Finnst þó að mér sé gert allt of hátt undir höfði, ég geri auðvitað ekki neitt ein, heldur allt með ykkar hjálp. Stúlkan heitir Brynhildur Akinyi, en Akinyi þýðir "morning hours", þannig að ég kalla hana bara Brynhildi Dögun. Hlakka til að sjá myndir af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband