Fólk fjarlægt af heimilum sínum

Hér er frétt af Reuters: http://www.alertnet.org/thenews/newsdesk/LC382137.htm þar sem framnidurrif husa vid bakka Nairobi ar kemur að Amnesty International hefur gagnrýnt kenísk stjórnvöld fyrir að ætla að svipta 127 þúsund manns heimilum sínum. Þetta er næstum því helmingur íbúafjölda Íslands. Þarna segir að til standi að hreinsa upp bakka Nairobi árinnar. Þarna hafa fátæklingar hróflað upp kofum og skv. fréttinni stendur ekki til að tryggja íbúunum aðra búsetu.

Heimili okkar konu í Kenía, hennar Lucy, stendur auðvitað 30 metra frá árbakkanum og er á þessu svæði sem til stendur að rífa. Hún er þó eins og við vitum, mikil baráttukona, og hefur ekki alveg gefið upp vonina um að hún fái heimili sitt bætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband