Myndir af börnunum sem létust
2.7.2009 | 11:23
Hér eru myndir af börnunum fjórum sem létust í kólerufaraldrinum sem mörg börn sem stunda Little Bees skólann urðu fyrir barðinu á.
Emmanuel Baraza var bara rétt orðin tveggja ára. Faðir hans var í fangelsi, en hann bjó hjá ömmu sinni. Hann stundaði Little Bees skólann, en var stundum lítill í sér og grét og spurði um ömmu sína. Hvíldu í friði Emmanuel.
Hér er svo mynd af Job Wakoko, hann náði 6 ára aldri áður en kóleran tók hann. Hvíldu í friði Job.
Hér er mynd af Joseph Osore. Hann var 7 ára gamall og munaðarlaus. Hvíldu í friði Joseph.
Að lokum er hér mynd af Mirriam Makeba, hún var lífsglöð og hamingjusöm lítil stúlka, sem stundaði Little Bees skólann, eins og hin börnin. Hvíldu í friði Mirriam.
Hér (http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/) eru myndir af fleiri börnum í Little Bees sem vantar stuðningsaðila og hér (http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/524870/) eru upplýsingar um söfnunarreikninga fyrir mismunandi verkefni varðandi börnin og skólann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.