Litli skólinn okkar er að verða alvöru skóli :)
8.7.2009 | 18:23
Snillingurinn hún Lucy er, ásamt sjálfboðaliðum úr hverfinu, búin að reisa bókasafn fyrir Little Bees skólann. Hún notaði hluta af síðustu mánaðargreiðslum til þess að kaupa bækur í bókasafnið. Litli skólinn sem við erum að hjálpast að við að koma upp, er að verða alvöru skóli. Þegar við byrjuðum var kennt í litlum gluggalausum hreysum með moldargólfi og engin kennslugögn til staðar. Nú er húsið komið upp, þó að við eigum auðvitað eftir að safna dálítið meira til að ganga frá öllum lausum endum og ofan í kaupið kominn vísir að bókasafni.
Er lífið ekki dásamlegt stundum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.