Gjafirnar komnar í hendur barnanna

Hér koma myndir frá heimsókn Kjartans til Little Bees, en hann kom færandi hendi með pakka til Skælbrosandi Belindafósturbarnanna, frá stuðningsforeldrunum á Íslandi. Myndirnar má sjá hér: http://byflugur.blog.is/album/2009_gust/.

 Má til með að láta fylgja mynd af henni Belindu litlu. Á myndunum sem ég hef séð af henni hingað til hefur hún virst vera alvarlegasta barn í heimi, með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Það eru fjórar myndir af henni á slóðinni hér fyrir ofan og hún er svo ánægð með gjafirnar sínar að brosið bókstaflega gæti lýst upp heila borg Grin

Takið þið bara eftir þessari mynd: http://byflugur.blog.is/album/2009_gust/image/887201/ , hún er tekin í nýja bókasafninu sem búið er að byggja í pínulítilli viðbyggingu við skólann. Mér finnst þetta algjörlega stórkostlegt, fyrir tveimur til þremur árum voru börnin að læra á moldargólfum í litlum gluggalausum kofum, með bókstaflega engin kennslugögn. Nú eru þau komin með skólahús (þó það sé nú ekki fullklárað) og bókasafn í þokkabót. Mér hefur nú oft fundist vöntunin á öllu þarna vera slík að mér hafa bara fallist hendur, en það er á svona stundum sem þetta verður allt þess virði.

Macrine í nýju fötunum sínumVerð líka að hafa litlu fyrirsætuna hana Macrine hérna, sem fer í pæjugírinn fyrir myndatöku í nýju fötunum sínum.

... og svo fyrir þá sem vilja leggja okkur lið í að hlúa að börnunum í Little Bees, bendi ég á upplýsingar hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/524870/   ... og hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/159972/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband