Mamma Lucy í fréttum

Skoðið þessa slóð. Þarna má sjá viðtal við Lucy, forstöðukonu Little Bees skólans. Hún er að segja frá því hvernig útvarp, sem gengur fyrir sólarrafhlöðu nýtist við kennslu í Little Bees. Kenísk menntastofnun útvarpar námsefni fyrir grunnskóla og nú geta börnin í Little Bees notið góðs af því, ekki vanþörf á, því skólinn er ansi illa búinn kennsluefni. Ekkert rafmagn er í fátækrahverfinu og ekki hefur litli skólinn efni á því að kaupa dýrar rafhlöður til þess að setja í útvarp. Því er það mikil blessun að vera komin með sólarrafhlöðu og útvarp. Smile

Hún segir að nágrannarnir geti líka komið saman og hlustað á útvarpið, t.d. þegar ráðherrar eða forsetinn er að tala.

Henni finnst frábært að vera komin með útvarp sem þurfi ekkert nema sólina til þess að ganga, og sólin sé ókeypis gjöf frá Guði.

Fyrir þá sem vilja vita meira, er hér nánari lýsing á verkefninu: http://www.news-medical.net/news/20090923/The-Freeplay-Foundations-Lifeline-radio-and-Lifelight-programs-to-benefit-poor-women-in-Rwanda.aspx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband