Jólakort til styrktar Little Bees
10.11.2009 | 23:34
Nú getið þið verslað jólakortin um leið og þið hjálpið til við að byggja nýtt skólahúsnæði fyrir litlu skjólstæðingana okkar í Little Bees. Jólakortin eru 5 saman í pakka og kostar einn pakki 500 kr., 2 pakkar 800 og 3 pakkar kosta 1100.
Áhugasamir hafi samband við Brynhildi í síma 8632228, eða á netfangið er byflugur@gmail.com.
Prentsmiðjan Litróf styrkti verkefnið rausnarlega með því að gefa okkur prentunina á kortunum og Gólfþjónusta Íslands ehf gefur okkur umslög og umbúðir, þannig að hver einasta króna sem safnast, rennur til byggingarsjóðsins.
Eftir að kreppan skall á, hefur ekkert gengið hjá okkar að ljúka við byggingu skólans. Einu peningarnir sem sendir voru á þessu ári vegna byggingarinnar, koma af sölu jólakortanna í fyrra.
Þó að húsnæðið virki nú kannski ekki merkilegt á okkar mælikvarða, er það mikil bót frá því sem áður var, eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.