Örlátir stuðningsforeldrar

Fyrirtæki Margrétar Kristínar og Börge, sem eru stuðningsforeldrar hennar Belindu (sjá mynd) styrktu Little Bees skólann um 30 þús. kr. fyrir jólinn. Fyrirtækið heitir ERGO ehf. og gaf út núna fyrir jólin nýja diskinn hennar Fabúlu, "In your skin" , en Margrét Kristín heitir auðvitað öðru nafni Fabúla, eins og unnendur góðrar tónlistar vita allir.  

Við þökkum þeim Margréti Kristínu og Börge, hjartanlega fyrir stuðninginn sem kemur sér afskaplega vel.

Belinda

Greiðslan hefur verið send til Little Bees og mun ætlunin vera að nota peningana til að gera við veggi kofans þar aðstaða barna á leikskólaaldri er til húsa. Leikskólabörnin eru enn hýst í einum af gömlu kofunum og eru veggir þar úr ónýtu ryðguðu bárujárni sem lekandi baby classlekur í rigningu. Að sögn Lucy lekur á bæði börn og námsefni þegar rignir og því afar nauðsynlegt að gera við bárujárnið.

Bráðlega verða peningar sem söfnuðust í byggingarsjóðinn fyrir jólin, sendir til Kenía. Kannski dugar það til að koma efri hæð hússins í gagnið LoL

Enn og aftur, kærar þakkir fyrir hjálpina Margrét og Börge!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband