Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Nú er fyrsta áfanga náð!
21.1.2007 | 01:02
Fjáröflun Snyrti-Akademíunnar, Little Bees skólanum til handa var í dag. Ég er eiginlega alveg agndofa yfir því hvað þessar konur eru gjörsamlega frábærar. Bæði nemendur, kennarar og eigendur skólans stóðu vaktina í allan dag og fegruðu og snyrtu af hjartans lyst. Skólinn gaf efnið og nemendur og starfsfólk vinnuna ... og afraksturinn var heilar 287.500,- kr. Sem þýðir bara það að
fyrsta áfanga þessarar söfnunar er náð!
Nú hafa alls safnast 480 þúsund krónur sem duga til að byggja eina skólastofu og kaupa landspilduna sem þarf til að byggja á. Þetta er náttúrulega bara dásamlegt.
Til ykkar yndislegu kvenna í Snyrtiskólanum segi ég bara hjartans þakkir fyrir allt ykkar örlæti. Ég veit að flestir hafa svo sannarlega nóg við sinn frítíma að gera og það að þið skylduð vera fúsar til að gefa vinnu ykkar í heilan dag til að létta börnum í annarri heimsálfu lífið, segir allt sem segja þarf um hjartalag ykkar.
Hér eru nokkrar myndir frá fjáröflunardeginum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir tímar að fyllast
18.1.2007 | 11:30
Sólveig Jónasdóttir (mágkona mín) og Inga Kolbrún, skólastjóri Snyrtiskólans voru í morgun hjá Sirrý og Heimi á stöð 2, að kynna söfnunarátak skólans, þar sem safnað verður fyrir byggingasjóð Little Bees. Sjáið viðtalið á þessari slóð .
Viðtalið hafði aldeilis áhrif, búið er að fylla í allflesta tímana í Snyrtiskólanum á laugardaginn. Þið góðhjörtuðu einstaklingar þarna úti, sem ekki komist á laugardaginn, getið auðvitað bara lagt beint inn á söfnunarreikninginn: 137-15-380813, kt. 550109-0850.
Bloggar | Breytt 5.6.2009 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snyrti-Akademían ætlar að safna fyrir Little-Bees skólann!
5.1.2007 | 13:18
Þið eruð til fyrirmyndar. Frábært framtak hjá ykkur í Snyrti-Akademíunni!
Minni svo auðvitað á söfnunarreikninginn, hann er nr. 137-15-380813, kt. 550109-0850.
Bloggar | Breytt 5.6.2009 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helstu styrktaraðilar
5.1.2007 | 13:13
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar myndir frá Lucy
1.1.2007 | 20:55
Ég var að fá sendar þessar fínu myndir frá Lucy, forstöðukonu Little Bees. Stuðningsforeldrar á Íslandi sendu aukalega peninga í nóvember sem nema ca. 10 þús. íslenskum krónum. Fyrir þann aur var hægt að kaupa í jólamatinn handa öllu liðinu. Þetta náttúrulega sýnir hvað hægt er að hjálpa mikið með tiltölulega fáum krónum frá Íslandi.
Hér að neðan er texti úr skýrslu frá Lucy þar sem hún gerir grein fyrir þessum peningum:
- "Expenditures Christmas feast & Children toys
- Beans 1 Sack @ 3,800 x 1 = 3,800
- Rice 1 sack @ 2,000 x 1 = 2,000
- Cooking fat 20kg x 1 = 1,300
- Toy balloons and toys to other children = 2,500
- 3 Crates of Sodas = 900
- Expenditure to all school children = 10,500
Mama Lucy Odipo
Founder of Little Bees Orphans Project. "
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)