Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Peningarnir rötuðu á réttan stað!
20.2.2007 | 11:05
Þá var ég loksins að fá staðfestingu á því að peningarnir sem ég sendi í byrjum mánaðarins, hafi ratað á reikning samtakanna sem reka Little Bees skólann. Þetta tekur allt sinn tíma, þar sem millifærslan frá bankanum fer í gegnum USA, getur það víst tekið 5-7 virka daga, sögðu þeir mér hjá bankanum. Ég sem hélt að allur (banka)heimurinn væri orðinn svo tæknivæddur að svona lagað tæki nú ekki nema daginn. Þá er Lucy eins og gefur að skilja, ekki heldur beintengd við bankalínu heiman frá sér úr slömminu. Hún þarf að ferðast í annan bæ og fara á netkaffihús til að sjá póstinn frá mér, þannig að öll samskipti eru svolítið eins þau voru í gamladaga í gegnum sniglapóstinn.
En loksins kom staðfestingin og þakkarbréf frá Lucy. Hún segir að 250 þús kenískir shillingar hafi skilað sér inn á bankareikning samtakanna og vill senda öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn innilegt þakklæti. Hún er líka innilega þakklát fyrir bloggsíðuna og fylgist alltaf með henni, þó að hún geti ekki lesið textann. Þessir peningar verða notaðir til að kaupa land undir nýbyggingar.
Fljótlega get ég sent henni samsvarandi upphæð aftur, sem hugsanlega nægir til að byggja eina kennslustofu. En við setjum markið auðvitað miklu hærra, byggjum ekki bara eina kennslustofu, heldur heilan skóla! Munið söfnunarreikninginn 0137-15-380813, kt. 550109-0850..
Bloggar | Breytt 5.6.2009 kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaman, Gaman!
2.2.2007 | 11:16
Ég var að ganga frá fyrstu millifærslunni til Kenía. Greiddi núna fjárhæð sem samsvarar 240 þús. kenískum shillingum, en það dugir til að kaupa upp það land sem þarf til að byggja á.
Nú bíð ég bara spennt eftir pósti frá Lucy Odipo og vonandi myndum af herlegheitunum, sem verða að sjálfsögðu birtar á blogginu.
Þegar allt söfnunarfé hefur skilað sér, get ég sent fjárhæð sem dugir til að byggja eina kennslustofu svo þessi dásamlegu börn geti lært í sæmilegu húsnæði. Sjá kostnaðaryfirlit frá Lucy.
Lengra erum við nú ekki komin í bili, þannig að ég hvet ykkur þarna úti sem eigið eitthvað aflögu, um að leggja þessu góða málefni lið, reikningurinn er nr. 137-15-380813, kt. 550109-0850 og minni á að hver einasta króna sem safnast, skilar sér til Little Bees, kostnaður við millifærslur o.fl. verður greiddur af forsvarsmönnum söfnunarinnar.
Bloggar | Breytt 5.6.2009 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)