Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Eldsvoði í Madoya fátækrahverfinu
25.4.2007 | 14:13
Fyrir skömmu var mikill eldsvoði í Madoya fátækrahverfinu, þar sem Little Bees skólinn starfar. Mörg barnanna sem stunda skólann misstu þar allar eigur sínar, skólabúninga o.fl. Sjá myndir á slóðinni: http://byflugur.blog.is/album/Eldsvodi/.
Samhliða því að byggja nýjar skólastofur yfir nemendurna, erum við að reyna að finna fleiri stuðningsforeldra til að styrkja börninn betur og gera þeim kleift að sinna námi sínu, sjá slóðina: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/159972/ .
Að sjálfsögðu höldum við líka áfram að safna á byggingareikning. Þið þarna úti sem viljið ekki skuldbinda ykkur með 1.500 kr. á mánuði, getið að sjálfsögðu lagt þessum börnum lið með því að styrkja skólabygginguna, reikningurinn er nr. 0137-15-380813, kt. 550109-0850.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2009 kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Robin Owino 6 ára, hefur eignast stuðningsfjölskyldu á Íslandi
17.4.2007 | 14:28
Litli Robin Owino sem er 6 ára, er fyrsta fósturbarnið sem gengur út hjá mér, í gegnum þetta blogg. Hann hefur nú eignast góða sponsora, hana Ingu Kolbrúnu og Arnar, sem ætla að styrkja hann með 1500 kr. framlagi á mánuði.
Ef það eru fleiri þarna úti sem vilja styrkja börn í Little Bees, kíkið þá á http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/159972/.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)