Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ömurleg frétt

Friðarviðræðurnar í Kenýa eru runnar út í sandinn og frekari fjöldamótmæli í uppsiglingu.  Þetta eru ömurlegar fréttir og hætta á að enn fleiri en þessir 500 sem þegar hafa fallið í valinn í þessum átökum, eigi eftir að týna lífi.  Ég er ekki vongóð í augnablikinu um að lífið geti fljótlega farið að falla í fastar skorðum hjá litlu skjólstæðingum okkar í Little Bees.
mbl.is Stjórnarandstaðan í Kenýa boðar til áframhaldandi fjöldamótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinntu hjálparstarfi, um leið og þú lætur dekra við þig.

Hinir örlátu kennarar og nemendur í Snyrti-Akademíunni ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hafa opið hús laugardaginn 26. janúar nk. þar sem boðið verður uppá alls konar snyrtingu, förðun og nudd gegn vægu verði. Öll innkoma þennan dag rennur óskipt í byggingasjóð Little Bees.  Nemarnir gefa vinnu sína og skólinn gefur efni.  Hvet ykkur því öll til að láta skrá ykkur í síma 553-7900, eða með tölvupósti á skoli@snyrtiakademian.is.

Sjá nánar hér að neðan þar sem stendur "Skrár tengdar þessari bloggfærslu".

Þið eruð til fyrirmyndar.  Frábært framtak hjá ykkur í Snyrti-Akademíunni!

Minni svo auðvitað á söfnunarreikninginn, hann er nr. 0137-15-380813, kt. 550109-0850.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

250.000 kenýabúar á vergangi!

Mér var bent á þessa fínu grein í the Guardian.  Hvet ykkur til að kíkja á hana:

http://observer.guardian.co.uk/world/story/0,,2235971,00.html


Góðar fréttir

Góðar fréttir, rauði krossinn sendir 3 milljónir til Kenýa.  Það veitir aldeilis ekki af skv. þeim fréttum sem ég hef fengið frá fólki sem býr í Kenýa.  Þó þetta virðist nú ekki mjög há upphæð á okkar mælikvarða, miðað við ástandið þarna í fátækrahverfunum þar sem margir hafa misst það litla sem þeir áttu, sumir tæki og tól sem þeir notuðu til að afla sér lífsviðurværis, þá veit ég af eigin reynslu að hægt er að fá mikið fyrir peningana í Kenýa.

Hvet alla til að láta eitthvað af hendi rakna, í okkar söfnun, Rauða krossinn, ABC eða aðra aðila sem safna fyrir Kenýa. 


mbl.is Rauði krossinn sendir 3 milljónir til Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningarnir hafa skilað sér til Little Bees

Fékk póst  frá Ómari Valdimarssyni hjá Rauða krossinum í Kenýa.  Hann afhenti Lucy peningana sem við sendum um helgina.  Það er enginn vafi á því að þeir koma að góðum notum í þessu hörmulega ástandi sem þar ríkir.

Eins og segir í póstinum frá Lucy er búið að stela öllu steini léttara úr skólanum, öllum mat, bókum, dýnum o.s.frv.  Samhliða áframhaldandi söfnun fyrir skólabyggingunni ætlum við því að reyna að safna meiri peningum til að senda þegar ástandið fer að lagast og hægt verður að koma skólanum aftur í gang. Trúlega mun það kosta eitthvað að starta skólanum aftur.

Þið örlátu einstaklingar þarna úti sem viljið styrkja þessi munaðarlausu börn, söfnunarreikningur okkar er0137-15-380813, kt. 550109-0850., bæði fyrir skólabyggingu og neyðaraðstoð.  Þeir sem vilja styrkja bygginguna eru beðnir um að láta fylgja í tilvísun "bygging", þeir sem vilja hjálpa til við að koma skólanum aftur í gang eru beðnir um að láta fylgja í tilvísun "Lucy".


Ómar Valdimarsson hjá Rauða krossinum ætlar að koma peningum til skila

Ómar Valdimarsson hjá Rauða krossinum, staðsettur í Kenýa, hefur samþykkt að setja sig í samband við Lucy í Little Bees (sem er nú í felum, sjá blogg að neðan) og afhenda henni 50 þús. kr. sem safnað hefur verið fyrir hana. 

Inga og Bergþór styrktaraðilar tveggja barna í Little Bees hafa lagt fram 25 þús. kr. og Brynhildur (ég) og Erlendur, eigendur Gólfþjónustu Íslands, hafa samþykkt að 25. þús. kr. af 150 þús. kr. sem fyrirtækið lagði í byggingasjóð Little Bees, verði notað í þessari neyð sem ríkir núna.

Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona, er að ekki er óhætt að vera mikið á ferðinni núna, auk þess sem það tekur af einhverjum ástæðum heila viku og stundum rúmlega það, að millifæra peninga á milli Íslands og Kenýa.  Þá tekur líka bankinn í Kenýa líka alltaf eitthvað af upphæðunum sem sendar eru, jafnvel þó að allur kostnaður við flutninginn sé greiddur á Íslandi.


Police Camp í Kenýa

Til nánari skýringar á síðustu bloggfærslu vil ég taka fram að þegar Lucy talar um Police camp, þá á hún við sérstakt verndarsvæði sem lögreglan vaktar.  Skv. samtali við hana áðan, fór hún með eitthvað af börnunum sem styrkt eru frá Íslandi þangað.  Ég veit bara ekki hvaða börn það voru.


Pray Pray for our Country Kenya is full of bloodshed and fire

Ég skrifaði Lucy í Little Bees og bað hana um fréttir af ástandinu, fékk eftirfarandi svar:

Happy New year with me Iam in danger with the children of little bees, the slum have been sourrounded with the enemies to burnt , I have no hope but I trust in God, what I plead to you friends of Africa pray more and more for the mercy of the Lord some children I have transferred to Police Camp, all my belongings were looted books, food,stuff, and now I dont know where my children are , Iam in another place hiding and my children I dont know if they are alright, please plead to your friends to sponsor more children and support me more than before until the Kenya President will be known we shall have peace in Kenya, but now my heart is trebbling. Thank you for sponsor to Agnes Wanjiku.  I just requested the Policeman to take me to town it is not easy to send emails, the streets are all bloodshed, Bryn pray for me more and our country Kenya, the  most poorer are the one suffering with coldness,hunger and no water. Iam in tears but I trust my Saviour will save us to this sorrowful situation, send my love and hug to friends of Africa and tell them mama Lucy loves you even if she is in tears. Thank you even all the 25 mattresses you bought to Little bees were looted.Let the will of the Lord be done.

bye Bryn love to Inga and Beggi,and Halldora and many friends. Yours mama Lucy


Ástandið í Kenýa

Hér fyrir neðan læt ég póst frá Ragnari Sverrissyni hjá Vinum Kenýa: 

Vinir Kenía

Í kjölfar vafasamra úrslita í nýliðnum  kosningum í Kenía hefur ástandið hjá þessari friðsömu þjóð breyst í vígvöll. Pólitískar fylkingar berast á banaspjótum, glæpamenn láta greipar sópa, en almúginn líður þjáningar. Saklaust fólk heldur sig inni við matarlaust og allslaust. Samgöngur, verslanir og þjónusta liggur niðri, fólk getur ekki nálgast brýnustu nauðsynjar. Fréttaflutningur er takmarkaður og misvísandi, "að minnsta kosti 300 manns hafa látist og allt að150.000 manns hafa flúið og leita skjóls í opinberum byggingum eða í kirkjum" heyrum við í fréttum dag eftir dag. En hvað þýðir þetta? Við hjá félaginu Vinir Kenía erum í símasambandi við fjölda innfæddra. Í Kisumu í vestur Kenía er ástandið hvað verst þar flýði fjöldi fólks inn í kirkju sem var setið um og hún síðan brennd. Þar brunnu inni 600-800 manns. Í Nakuru réðist óaldaflokkur inn á hotel og tóku gesti og starfsfólk gíslingu. 12 af þeim nauðguðu einni konu og drápu hana svo fyrir framan alla gíslana og neyddu þá svo til að millifæra innistæðu bankareikninga sinna í gegn um tölvu hótelsins yfir á reikning glæpamannanna. Tveir  mölduðu í móginn og voru þeir hálfshöggnir. Síðan brenndu þeir hotelið. Ein stúlka í starfsliðinu átti 18.200,- inn á reikningi sínum sem hún hafði safnað upp til að borga skólagjöld fyrir dóttur sína, hún var með 8.000- í mánaðarlaun, en er nú atvinnulaus. Skólastarf á að byrjar í næstu viku í landinu, ef ástandið skánar. Vatnsból í Nakuru hefur verið mengað svo fólk þarf að kaupa vatn. Flestir skjólstæðingar okkar og vinir senda okkur fréttir af því að þeir haldi sig innivið en vanti mat, og úti fari óaldarflokkar um og ræni og rupli, margir tala um að lögreglan skjóti fólk um allt. Ástandið hefur aðeins lagast en ennþá er mikil spenna. Fólk hefur misst ástvini sína, fjöldi húsa hafa verið brennd en mest fyrirtæki sem þýðir að gríðalegur fjöldi fólks hefur misst vinnu sína. Sonur einnar konu er á sjúkrahúsi og er reikningurinn 85.000,- og hækkar um 1.500- á dag og skjúkrahúsið neitar að láta hann af hendi fyrr en reikningurinn hefur verið greiddur. Flestir nema kannski stjórnmálaleiðtogarnir hafa orðið af tekjum sínum síðustu víkur og stór hluti hefur misst vinnu sína það sem komið er og enginn veit hvað þetta ástand getur varað lengi. Viljum við aftur Ruanda? Getum við eitthvað gert? Lítið framlag getur hjálpað fólki að kaupa mat, og brýnustu nauðsynjar.

Þetta er stutt, trúlega svakaleg og sundurlaus lýsing, en þetta er raunveruleiki fólks í Kenía í dag. Efnahagsástandið er þegar í rúst. Ef um náttúruhamfarir væri að ræða mundu margir leggja fram hjálparhönd en þetta er verra en náttúruhamfarir. Þess vegna biðlum við til allra þeirra sem vilja leggja eitthvað af mörkum. Þið getið haft samband á www.multikulti.is eða lagt inn framlag á bankareikning Vina Kenía: 0303-26-072143. kt.580107-2140. Eða haft samband við einhvern af þeim fjölda aðila sem eru að vinna að hjálparstarfi í Kenía, s.s ABS hjálparsamtök, kirkjuna, Rauða krossinn o.fl.

Kær kveðja Raggi.


Agnesi Wanjiku hefur eignast íslenska stuðningsaðila

Agnes WanjikuAgnesi Wanjiku, sem er 8 ára stúlka í Madoya fátækrahverfinu í Huruma við Nairobi, hefur eignast íslenska stuðningsaðila.

Það er önnur lítil 8 ára skólastúlka frá íslandi, Katla að nafni, sem vildi, í stað jólapakka frá Ragnhildi ömmu sinni, styrkja fátækt barn.  Þær Ragnhildur og Katla ætla því í sameiningu að styrkja Agnesi.

Katla, þú ert afbragð annarra barna!

Takk Ragnhildur og Katla.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband