Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Jólagjöf handa þeim sem eiga allt til alls!
21.12.2008 | 16:21
Vill minna á gjafakortin sem seld eru til styrktar byggingarsjóði Little Bees skólans.
Sjá nánar á slóðinni:
http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/714886/
Fréttir frá Little Bees
21.12.2008 | 16:19
Til stuðningsforeldra little barnanna í Little Bees
Jólakort til styrktar byggingarsjóði Little Bees
8.12.2008 | 13:29
Nú getið þið verslað jólakortin um leið og þið hjálpið til við að byggja nýtt skólahúsnæði fyrir litlu skjólstæðingana okkar í Little Bees. Jólakortin eru 5 saman í pakka og kostar einn pakki 500 kr., 2 pakkar 800 og 3 pakkar kosta 1100.
Áhugasamir hafi samband við Brynhildi í síma 8632228, eða á netfangið er byflugur@gmail.com.
Prentsmiðjan Litróf styrkti verkefnið rausnarlega með því að gefa okkur prentunina á kortunum og Gólfþjónusta Íslands ehf gefur okkur umslög og umbúðir, þannig að hver einasta króna sem safnast, rennur til byggingarsjóðsins.
Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan, er skólahúsnæðið komið vel á veg, en enn vantar herslumuninn til að klára glugga, frágang á þaki, veggjum og gólfi.
Ef þið eruð í vandræðum með jólagjöf handa þeim sem eiga allt, er hér auðvitað komin lausnin fyrir þig. Við seljum gjafakort sem segir viðtakanda að peningagjöf hafi verið gefin í hans nafni til styrktar þessu málefni. Sjá nánar á slóðinni: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/714886/
Þó að húsnæðið virki nú kannski ekki merkilegt á okkar mælikvarða, er það mikil bót frá því sem áður var, eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2008 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)