Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Litli skólinn okkar er kominn með þak!


Skýrslur, myndir og bréf til fósturforeldra

Hér má sjá nýjar skýrslur, bréf og myndir til fósturforeldra barna í Little Bees, send í mars 2008 (smellið á litlu myndirnar til að stækka):

http://byflugur.blog.is/album/SkyrslurMars2008/


Peningarnir skiluðu sér til Little Bees

Síðari hluti af söfnunarfé (kr. 200.000,-) hefur skilað sér til Little Bees.  Skv. síðustu fréttum er verið að leggja lokahönd á að koma nýju skólabyggingunni undir þak, áður en rigningatímabilið hefst af fullum þunga.

Sjá nýjar myndir á http://byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/480295/ - http://byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/480296/ - http://byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/480297/.


Skólinn okkar í Kenía mjakast upp

Vegna ástandsins í Kenía síðan í desember, biðum við aðeins með að senda þá peninga sem safnast hafa í byggingasjóð Little Bees.  Þar sem von er á miklum rigningum í kringum miðjan mars, vildi Lucy, forstöðukona Little Bees, þó endilega halda verkinu áfram og reyna að vera búin með sem mest fyrir þann tíma.  Ég sendi henni því helminginn af sjóðnum eins og hann stendur núna, seinni part síðustu viku og ekki stóð á henni.  Á örfáum dögum er hún búin að kaupa fullt af byggingarefni og koma upp svölum og sperrum fyrir þak.

Hér eru myndir og kvittanir:

http://www.byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/457698/, http://www.byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/457699/, http://www.byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/457700/, http://www.byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/457701/, http://www.byflugur.blog.is/album/Skolabygging/image/457702/

Ég sendi svo síðari helming peninganna í dag.  Vonandi duga þeir til að koma húsinu undir þak.


Takk fyrir okkur

Ingibjörg og Kristín, kærar þakkir fyrir ykkar framlag í byggingarsjóð Little Bees!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband