Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Takk fyrir mig!
21.5.2008 | 16:52
Við mamma áttum báðar afmæli í mánuðinum. Mamma hélt uppá afmælið sitt í Vestmannaeyjum, bauð allri fjölskyldunni af fastalandinu og fjölskyldu og vinum úr eyjum. Hún afþakkaði afmælisgjafir og bað í staðinn um framlög í byggingasjóð Little Bees. Ég átti afmæli í gær og ákvað að halda upp á það með fjáröflunarkvöldverði fyrir mína nánustu (sem eru svolítið margir). Halldóra vinkona bjó til ógrynni af kjúklingasalati (takk mín kæra) og ég barasta rukkaði fjölskylduna fyrir matinn :) Sumir greiddu matinn mjög ríflegu verði þannig að út úr þessu kom dágóð summa. Við mamma gáfum sjálfum okkur svo óvenju veglegar afmælisgjafir.
Með þessu náðum við markinu, þ.e. að safna 200 þús. kr. sem þarf til að klára Little Bees skólann, þ.e. klára þak, setja timbur í gólf á tveimur herbergjum efri hæðar, setja upp glugga og hurðir, þrep í stiga og steypa fyrir framan skólann. Þetta áætlaði Lucy að kostaði um 200 þús. Reyndar hefur, eftir óeirðirnar sem voru í kringum kosningarnar um áramótin, verðlag verið mjög óstöðugt og byggingarvörur hækki frá einni búðarferð til næstu. En vonum að þetta dugi til. Í framtíðinni þurfa þessi yndislegu litlu börn sem stunda skólann ekki að stunda nám í dimmum kofum með moldargólfum. Er lífið ekki dásamlegt stundum :)
Læt fylgja hér skemmtilegar myndir af upphaflegu húsnæði skólans (hér til vinstri), því þegar sjálfboðaliðar úr hverfinu eru að hreinsa upp eftir niðurrif kofa sem stóðu þar sem nýi skólinn er að rísa og eina af nýja skólanum ... og minni auðvitað á söfnunarreikninginn (þetta er ekki búið), 0137-15-380813, kt. 550109-0850.
TAKK FYRIR OKKUR!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2009 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Börnin í Little Bees þakka fyrir skólann sinn!
4.5.2008 | 15:51
Nú er þetta alveg að koma, vantar bara smávegis pening enn til að klára skólann. Minni á söfnunarreikninginn 0137-15-380813, kt. 550109-0850.
Til stuðningsforeldra, hér eru nýjar myndir og bréf: http://byflugur.blog.is/album/mai_2008/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2009 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)