Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Vill einhver styðja lítinn, sætan strák?

Gavin Onyango er 2 ára snáði sem stundar Little Bees skólann í Kenía. Þegar verið var að útbúa ársfjórðungslegar skýrslur um börnin sem eru hljóta stuðning frá Íslandi voru teknar myndir af öllum börnunum. Gavin fór að gráta og vildi líka láta taka mynd af sér og langar líka að fá Gavinstuðningsforeldra á Íslandi Smile

Besta vinkona hans hún Tracy, fær stuðning frá Íslandi!


Mynd af fallegu fósturbörnunum í Little Bees

Fósturbarnahópurinn í Little Bees

barnahopurinn 2

Þessi yndislegu börn hljóta öll stuðning frá íslenskum stuðningsforeldrum.  Ef þig langar til að veita barni í Little Bees stuðning, hafðu þá samband í byflugur@gmail.com


Silvía fær gjafirnar sínar

Silvia er lítil stúlka sem stundar Little Bees skólann. Hún er alvarlega fötluð á hendi, beinin í upphandlegg ná ekki almennilega saman en hún getur þó notað höndina eitthvað.Silvia synir fotludu hendina sina 

Jóhanna og Sigurður styðja Silviu og senda henni stundum gjafir. Í ágúst síðastliðinn, þegar gjafir voru sendar til fósturbarnanna, var Silvia ekki á staðnum. Hún fékk því gjafirnar næst þegar hún kom í skólann - hér má sjá myndir af lítilli stúlku sem er alsæl með gjafirnar sínar: http://byflugur.blog.is/album/2009_gust_silvia/.

Silvia sendir kærar þakkir til stuðningsforeldra sinna, Jóhönnu og Sigurðar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband