Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Jólakort til styrktar Little Bees

Nú getið þið verslað jólakortin um leið og þið hjálpið til við að byggja nýtt skólahúJólakort 2snæði fyrir litlu skjólstæðingana okkar í Little Bees.  Jólakortin eru 5 saman í pakka og kostar einn pakki 500 kr., 2 pakkar 800 og 3 pakkar kosta 1100.

Áhugasamir hafi samband við Brynhildi í síma 8632228, eða á netfangið er byflugur@gmail.com.

Prentsmiðjan Litróf styrkti verkefnið rausnarlega með því að gefa okkur prentunina á kortunum og Gólfþjónusta Íslands ehf gefur okkur umslög og umbúðir, þannig að hver einasta króna sem safnast, rennur til byggingarsjóðsins.

Eftir að kreppan skall á, hefur ekkert gengið hjá okkar að ljúka við byggingu skólans. Einu peningarnir sem sendir voru á þessu ári vegna byggingarinnar, koma af sölu jólakortanna í fyrra.

F1000016

 

Þó að húsnæðið virki nú kannski ekki merkilegt á okkar mælikvarða, er það mikil bót frá því sem áður var, eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan.

 

flóð í Little BeesLucy Odipo stofnandi skólans við hrörlegan húsakostinn


Cynthia Atieno

Dóra Briem styrkir Cynthia AtienoNú hefur enn bæst í litla stuðningshópinn fyrir Little Bees skólann. Cynthia Atieno hefur fengið stuðningsforeldri. Það er Dóra Briem sem ætlar að styðja við bakið á Cynthiu.

Cynthia eignast um leið tvo fósturbræður í Bandaríkjunum Grin

Innilegar þakkir fyrir stuðninginn Dóra!


Nýjar myndir af fósturbörnunum

Það eru komnar nýjar myndir af fósturbörninum. Þær má sjá hér: http://byflugur.blog.is/album/2009_oct/. Þið smellið á litlu myndirnar til að stækka þær.

Sæti, litli strákurinn er kominn með styrktarforeldri

Já góðar fréttir. Gavin Onyango 2 ára, sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu, er bara strax kominn Gavinmeð styrktarforeldri. Það er hún Silla, litla sæta systir mín, sem ætlar að styrkja hann. Hann verður ábyggilega mjög glaður með að fá stuðningsaðila og líka með að eiga jafnaldra fóstursystur Andreaá Íslandi. Hér sjáið þið mynd af þeim báðum.  Dásamleg krútt bæði tvö, sem munu alast upp samhliða í sitthvorri heimsáflunni og ábyggilega skrifast á í framtíðinni og kannski jafnvel hittast einhvern tíma.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband