Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Fólk fjarlægt af heimilum sínum
30.6.2009 | 17:06
Hér er frétt af Reuters: http://www.alertnet.org/thenews/newsdesk/LC382137.htm þar sem fram kemur að Amnesty International hefur gagnrýnt kenísk stjórnvöld fyrir að ætla að svipta 127 þúsund manns heimilum sínum. Þetta er næstum því helmingur íbúafjölda Íslands. Þarna segir að til standi að hreinsa upp bakka Nairobi árinnar. Þarna hafa fátæklingar hróflað upp kofum og skv. fréttinni stendur ekki til að tryggja íbúunum aðra búsetu.
Heimili okkar konu í Kenía, hennar Lucy, stendur auðvitað 30 metra frá árbakkanum og er á þessu svæði sem til stendur að rífa. Hún er þó eins og við vitum, mikil baráttukona, og hefur ekki alveg gefið upp vonina um að hún fái heimili sitt bætt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2009 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öll fósturbörnin okkar lifðu af kólerufaraldurinn í Kenía
26.6.2009 | 15:31
Loksins góðar fréttir frá Little Bees. Ég fékk póst frá Lucy forstöðukonunni í dag um að öll börnin væru útskrifuð af sjúkrahúsinu, nokkuð slöpp ennþá, en á batavegi. Læknirinn fyrirskipaði mikið af ferskum ávöxtum, soðið vatn og mjólk fyrir börnin. Peningarnir sem við sendum dugðu ekki fyrir lækniskostnaði barnanna og eftir stendur einhver skuld. Lucy tók samt hluta peninganna og keypti fullt af ávöxtum handa börnunum og sagði þeim að það væri gjöf frá stuðningsforeldrum þeirra á Íslandi. Börnin sem enn hafa ekki fengið íslenskan stuðning, fengu líka að njóta. Hún sendir ykkur innilegar þakkir fyrir peningalegan og móralskan stuðning og segir að þessi stuðningur skipti hana ákaflega miklu máli. Nú þurfum við bara að bretta upp ermarnar og reyna eins og við getum að finna fleiri stuðningsforeldra. Ef þið vitið um einhverja sem hafa etv. áhuga á að styðja barn, þá eru börnin hér: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/.
Dauði þessarra fjögurra barna sem létust í faraldrinum reyndu mjög á okkar konu,en eftir því sem mér skilst á póstinum, var hún hjá þeim á dánarbeðinu. Þetta voru allt börn sem voru undir hennar verndarvænd í Little Bees skólanum.
Þá sagði Lucy mér þær gleðilegu fréttir að ein konan í kvennahóp Little Bees samtakanna hafi fætt litla stúlku sem fengið hafi gælunafnið Brynhildur (í höfuðið á mér ). Ég er eiginlega vandræðalega glöð með upphefðina . Finnst þó að mér sé gert allt of hátt undir höfði, ég geri auðvitað ekki neitt ein, heldur allt með ykkar hjálp. Stúlkan heitir Brynhildur Akinyi, en Akinyi þýðir "morning hours", þannig að ég kalla hana bara Brynhildi Dögun. Hlakka til að sjá myndir af henni.
Lucy þakkar ykkur stuðninginn
23.6.2009 | 19:49
Peningarnir sem við söfnuðum fyrir sjúkrahúsvist fósturbarnanna eru komnir á leiðarenda í Little Bees. Það er svo innilega fúlt hvað gengið leikur okkur grátt. Fyrir kannski rúmlega ári síðan fékkst sama krónutalan í kenískum gjaldmiðli og fyrir íslensku krónuna. Nú hefur það sem við erum að senda rýrnað um næstum því helming. Af 66 þús. kr. fengust 35000 í Kenía.
Til nánari skýringar á neðangreindum texta er það stundum svo í Kenía, að sjúklingum á sjúkrahúsum er nánast haldið eins og gíslum inni á sjúkrahúsinu, þangað til búið er að greiða sjúkrahúsvistina. Nú hafa Belinda, Nelius, Agnes, Mohamed og Macrine verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en eru þó ennþá máttfarin. Marion, Nicole, Silvance og Calvin eru enn í lyfjameðferð.
Lucy sendir innilegar þakkir til þeirra sem lögðu söfnuninni lið.
Dear Brynhildur I want to thank you once more for the donations from your friends and sponsors of bees orphans, I appricitiated very much I have received 35000 thirty five thousand from Anne Laurine from the amount you collected from your friends in Iceland..In this money I have discharged the 8 children yesterday included the sponsored ones Belinda of Margaret, Nelius of Hanna,Agnes Wanjiku of Ragnhildur and Katla,and others, that was Sunday, on Monday I have discharged 7 seven childen included the sponsored ones Mohamed of Fridsemd, Macrine of Rosa and 5 ones who have not yet sponsored, the ones left some will be discharged on Thursday I have discharged 15 fifteen children but Marion,Nicole,Silvance Calvin and others not yet sponsored have not yet finished their drugs and also these children were very much affected , let me give you update on Thursday..These fifteen children are out of ward and they are very happy but very dull and very weak in deed., these children need alot of fruits good diet and much care again, what has happened in the slums has even read in the news papers and medias,it was terrible,This donations has done great surely I never knew howwhat will happen to release the children from the hospital, sendmy thanks to all sponsors who have donated and who were the well wishers to support little bees and they have saved the great nation and many souls.thank you Brynhildur, thanks alot and God bless you. Oh dear thank you for 2 sponsors of my school I have appriciated dear. Let us pray for more sponsors
yours mama Lucy Odipo |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lán í óláni fyrir hina tveggja ára Loice Mbiohi
21.6.2009 | 12:38
María Jónsdóttir og fjölskylda hafa tekið að sér að styrkja Loice Mbiohi með mánaðarlegum framlögum. Loice er tveggja og hálfs árs, hún á þrjá bræður og eina systur. Faðir hennar var einn af mörgum sem hvarf í óeirðunum í kjölfar síðustu kosninga í Kenía.
Kærar þakkir María :)
Hér eru myndir og upplýsingar um fleiri börn sem vantar stuðning: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/
Nánari upplýsingar á byflugur@gmail.com.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannréttindasvarthol!
20.6.2009 | 23:32
Hér má sjá fróðlegan bæling frá Amnesty International um aðstæðurnar sem fólkið í fátækrahverfunum í Nairobi býr við:
http://www.es.amnesty.org/uploads/media/Kenya_How_the_other_half_lives.pdf
... og frétt um skýrslu AI, sem fjallar um það sama og þar sem fátækrahverfin í Nairobi eru kölluð mannréttindasvarthol
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tvö börn í viðbót létust í nótt
17.6.2009 | 21:46
Ég fékk áðan þær vondu fréttir að tvö börn sem stunda Little Bees skólann létust í nótt úr kólerufaraldrinum sem þar gengur yfir. Þetta voru börn í 2. og 4. bekk og voru þau bæði munaðarlaus. Áður hafa tvö börn úr yngstu deildinni látist í þessum faraldri. Af Lucy er það er frétta að hún hefur undanfarnar þrjár nætur sofið á sjúkrahúsinu þar sem veikustu börnin eru.
Þetta er hryllilegt ástand og hugur okkar er hjá litlu skjólstæðingunum okkar í Little Bees. Svona lagað setur kreppuna á Íslandi einhvern veginn í nýtt samhengi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
66 þús. kr. til Little Bees
15.6.2009 | 17:21
Í dag sendi ég 66 þús. kr. til Little Bees, sem safnað til þess að hjálpa til við að greiða læknishjálp fyrir börnin sem við styðjum þar. Þið yndislega fólk, María, Stína, Lára, Valdís, Ragnheiður, Gígja, Friðsemd, Rósa, Brynhildur, Inga og Magga Stína, kærar þakkir fyrir örlæti ykkar. Það munar svo sannarlega um peningana ykkar í Kenía.
Hér er bréf frá Lucy sem kom sem svar við fréttunum um söfnun okkar:
Dear Bryhildur, thank you very much, I was so stranded I did not think that the sponsors can think how Iam suffering with the children, but my heart has been healed by your kind words, I want to thank very much the sponsors who have donated that 50 kronas to save the little orphans , let the thanks goes back to Almighty God who have spoken deep into their hearts, send my thanks to them, surely even I had develped the high blood pressure because of the big bill of the children. I was not even sleeping because of thoughts. Thank you Brynhildur, thank you my cordinator, I will send the break down to the sponsors.
Some children are out of oxygen very weak have not started to talk.Marion,Silvance,Calvin, Macrine,Mohamed,Nelius,Agnes are still weak and they are today still on oxygen, Belinda was out from oxygen but have not yet have any thoughts of asking me anything,just her eyes on me. Things will go well by the will of God I trust him. Bye yours mama Lucy Odipo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir af Little Bees börnunum - til stuðningsaðila
12.6.2009 | 13:19
Tracy datt í lukkupottinn
12.6.2009 | 11:39
Hún Tracy Moraa er tveggja ára. Hún á 2 bræður og 2 systur og býr í Madoya fátækrahverfinu við Nairobi í Kenía og stundar Little Bees skólann. Pabba hennar Tracy hefur verið saknað síðan í desember 2007, þegar miklar óeirðir voru í kjölfar kosninga þar en mamma hennar selur grænmeti til þess að sjá börnum sínum farborða, afkoma hennar dugar þó illa til þess að fæða og klæða börnin.
Tracy hefur fengið íslenskan styrktaraðila, Láru Hansdóttur, sem ætlar að styrkja Tracy með mánaðarlegum framlögum, sem tryggja það að hún hljóti menntun og amk. eina máltíð á dag. Takk fyrir Lára mín!
Hér eru fleiri börn sem þurfa á stuðningi að halda: http://byflugur.blog.is/album/Fosturborn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fósturbörnin okkar í Little Bees er ennþá mjög veik
11.6.2009 | 15:01
Fékk eftirfarandi póst frá Lucy vegna kólerufaraldursins sem lagði fjölda barna í Little Bees skólanum í rúmið. Á hverju ári veikjast venjulega einhver börn af malaríu í kringum regntímabilið, en skv. Lucy er þetta fyrsti kólerufaraldurinn sem hún hefur orðið vitni að. Börnin liggja á sjúkrahúsi með næringu í æð og eru svo máttfarin að þau geta ekki talað. Eins og ég sagði ykkur áður, hafa 2 af yngstu meðlimum Little Bees látist í þessum faraldri.
Við höfum hrundið af stað söfnun og höfum þegar safnað rúmlega 30 þús kr. til þess að hjálpa til við að greiða fyrir læknisþjónustu barnanna, en að dugar nú frekar skammt. Söfnunarreikningurinn er 0137-26-4645, kt. 550109-0850.
Þá langar mig einnig að kanna hjá ykkur hvort einhver á ekki gamla nothæfa fartölvu og módem, sem hann/hún væri til í að leggja af mörkum til starfsins. Lucy þarf að koma sér á netkaffihús, sem er dálítill spölur, til þess að hafa samskipti við okkur, og það myndi létta henni samskiptin við okkur og aðra, ef hún gæti gert það heiman frá sér. Það er reyndar ekkert rafmagn í slömminu, en hún er með sólarrafhlöðu sem hún getur notað.
Thank you Brynhildur to join me in this time of sickness with the sick children, surely tis has touched my heart and since I was born I have not seen or expecrienced the disease of Cholera and this has made me cry when I see the children suffering undergoing on oxygen,blood transfixion,dripping of plenty of water loosed into their bodies, and my lover children cannot talk to me only looking at me when I come back from the hospital I shed tears, and pray more, even when the 2 baby a boy and a girl died I cried , and ask God Oh my God why to the poorest children and orphan whom I care , so but it was the will of God.Thank you to be with me and to inform all sponsors to know about little bees in this time of temptations. bye Brynhildur I will email you more words when I see a change, I have send you more pictures to Belinda;s sponsor, and The DAP pictures I have send before your children fell sick when kjartan came with their gifts, Marion was happy with pink skirt and jumping rope and marking pencils. Thank you yours mama Lucy Odipo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)