Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Gleymdu konurnar í Kenýa

Eitt leiðir af öðru og þetta innlegg leiðir auðvitað af því síðasta. Í lok síðasta innleggs gaf ég upp hlekk sem leiðir mann inn á síðu, þar sem sagt er frá afhendingu útvarpa og sólarrafhlaða til fátækra kvenna í Rwanda, svo þær gætu haldið áfram námi eða vinnu eftir að rökkva tekur, án þess að eyðileggja í sér lungu og/eða augu. Jæja.. neðst á þeirri síður stendur að til standi að fara af stað með nýtt verkefni í desember til að hjálpa "gleymdu" konunum í Kenía. Ég var auðvitað forvitin og googlaði þetta og ... ósköp og skelfing.

Mín samskipti við okkar konu í Kenía hafa auðvitað nánast eingöngu snúist um börnin sem við erum að styrkja eða byggingu skólans, en ég hef þó orðið vör við að henni eru mannréttindi kvenna og stúlkubarna ofarlega í huga og reynir eftir mætti að leggja þeim málum lið.  Ég sá á því sem ég fann við gúgglið, að ekki er vanþörf á. Mannréttindi kvenna í Kenya virðast ekki vera mikils metin. Læt fylgja hér á eftir tvær slóðir. Vil taka fram að lestur þeirrar fyrri er varla fyrir viðkvæma.

http://allafrica.com/stories/200901300628.html - the war on Kenyan women

http://news.newamericamedia.org/news/view_article.html?article_id=e16449266cba9902b5f1ea0ce3643ceb

 


Mamma Lucy í fréttum

Skoðið þessa slóð. Þarna má sjá viðtal við Lucy, forstöðukonu Little Bees skólans. Hún er að segja frá því hvernig útvarp, sem gengur fyrir sólarrafhlöðu nýtist við kennslu í Little Bees. Kenísk menntastofnun útvarpar námsefni fyrir grunnskóla og nú geta börnin í Little Bees notið góðs af því, ekki vanþörf á, því skólinn er ansi illa búinn kennsluefni. Ekkert rafmagn er í fátækrahverfinu og ekki hefur litli skólinn efni á því að kaupa dýrar rafhlöður til þess að setja í útvarp. Því er það mikil blessun að vera komin með sólarrafhlöðu og útvarp. Smile

Hún segir að nágrannarnir geti líka komið saman og hlustað á útvarpið, t.d. þegar ráðherrar eða forsetinn er að tala.

Henni finnst frábært að vera komin með útvarp sem þurfi ekkert nema sólina til þess að ganga, og sólin sé ókeypis gjöf frá Guði.

Fyrir þá sem vilja vita meira, er hér nánari lýsing á verkefninu: http://www.news-medical.net/news/20090923/The-Freeplay-Foundations-Lifeline-radio-and-Lifelight-programs-to-benefit-poor-women-in-Rwanda.aspx


Sjálfboðaliðar í lögreglufylgd

Ég átti notalega kvöldstund þar sem krakkar sem vörðu sumrinu við sjálfboðaliðastörf í Indlandi og Kenía sögðu frá ferðalagi sínu og sýndu myndir. Þetta eru ótrúlega flottir krakkar, sem komu heim í lok sumars miklu lífreyndari heldur en í byrjun þess. Hér (http://kindverjar.blogspot.com/) má sjá blogg tveggja þeirra um ferðina.

Í lok ferðarinnar eyddu þau hluta úr degi í Little Bees og ég var auðvitað afskaplega forvitinn að heyra hvernig þau upplifðu skólann og starfið sem þar er unnið. Þau sögðu að það væri ólýsanlega sorglegt að einhver þyrfti að lifa eins og fólkið sem þar byggi. Eitt þeirra lýsti því þannig að þetta hefði eiginlega verið það ömurlegasta í ferðinni, og sáu þau þó ýmislegt. Þarna er ekkert rafmagn né rennandi vatn og glæpir svo algengir að þau þurftu að fá lögreglufylgd í gegnum slömmið, að skólanum. Það er alveg ömurlegt og fyllir mann vonleysi að hugsa til þess að heill hellingur af börnum þurfi að alast upp við svona aðstæður. En eins og einhver snillingurinn sagði, sá sem bjargar einu barni, bjargar mannkyninu. Við (Little Bees styrktarforeldrarnir og margir fleiri) erum því vonandi á góðri leið með það :)

Þrátt fyrir ömurlegt umhverfi fengu sjálfboðaliðarnið þó afskaplega hlýlegar móttökur hjá okkar konu, henni Lucy, það var tekið á móti þeim með söng og dansi. Öll börnin voru klædd í eins búninga og sungu og dönsuðu af hjartans lyst (hér eru myndbönd tekið sama dag: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/video/8688/).

Þennan sama dag voru börnin í Little Bees afskaplega sæl og glöð, því þau höfðu öll fengið nýja strigaskó. Ástæðan var sú að stuttu áður hafði gengið mikill kólerufaraldur og mjög mörg barnanna veikst illilega og tvö þeirra dóu. Mörg barnanna ganga um berfætt. Þarna hefur verið sá landlægi ósiður að gera stykki sín nánast hvar sem er og berfætt börn eru í meiri sýkingarhættu heldur en börn í skóm. Skógjafirnar höfðu því þann tvöfalda tilgang, að minnka sýkingarhættu barnanna og gleðja þau eftir erfið veikindi og eftir að hafa þurft að horfa á eftir félögum sínum í dauðann. Ég verð að bæta við að eitt hinna stórgóðu verkefna kraftakonunnar Lucyar var að fá banka til að styrkja byggingu almenningsklósetta á svæðinu, til þess að berjast á móti því sem þar er kallað "flying toilets".

Sjálfboðaliðunum var boðið heim til Lucy, þar er hún með herbergi fyrir þau börn sem hún tekur að sér, yfirleitt um stundarsakir ef þau eiga ekki í annað hús að venda. Á þessum tíma voru hjá henni um 15 börn - sem sváfu í tveimur kojum!!!

Þarna hitti ég líka hann Þóri, sem var svo elskulegur að taka krók á leið sína, til þess að fara með Svipað útsýni og af efri hæð Little Bees skólansheilan helling af jólapökkum fyrir okkur til barnanna, um síðustu jól. Hann hafði heimsótt Little Bees áður og fannst ótrúlegur munur að heimsækja staðinn, eftir að skólabyggingin okkar reis. Hann lýsti því þannig að hafa gengið um þrönga stíganna á milli bárujárnskofanna, svo allt í einu kemur maður á lítið opið svæði, þar sem stendur tveggja hæða hús. Þegar maður stendur á efri hæð hússins og lítur út, sér maður þök kofanna, nánast samfleytt, eins og augað eygir (auk ruslahauganna).  Það er ekki skrítið að Lucy lýsi Little Bees sem "shining over the slums"

 


Swahili fyrir byrjendur

Það er ekki seinna vænna fyrir okkar stuðningsforeldra barna í Little Bees skólanum að fara að byrja Swahili, svo við getum nú talað við börnin þegar  við förum loksins og heimsækjum skólann.

Habari yako (eða stytting: Jambo) = hvernig hefurðu það.

Jina lako nani = Hvað heiturðu.

Asante sana = Takk fyrir

Kwaheri = Bless

 Gaman að þessu LoL 


Áhyggjur af veðri

Nú er spáð miklum rigningum (vægum El nino) í Kenía, sem hefjast eiga seint í þessum mánuði eða í Lucy Odipo stofnandi skólans við hrörlegan húsakostinnbyrjun þess næsta. Sumir líta á þetta sem blessun, því að þurrkar hafa hrjáð landið undanfarna mánuði og hafa valdið vatnsskorti og uppskerubresti. Of mikil rigning gæti þó valdið því að væntanleg uppskera sem þó er fyrir hendi, eyðileggist. Miklar rigningar urðu líka á árunum 1998/1999. Þær höfðu í för með sér flóð og aurskriður og þúsundir manna misstu heimili sín. Eftir því sem spáin segir til um, verður umfang rigninganna núna ekki eins mikið og þá var, sem betur fer.

 

Þurrkarnir að undanförnu ásamt hinum miklu sviptingum í efnahagslífinu í heiminum hefur valdið því að verð á hreinu vatni og matvælum hefur hækkað verulega og sá ég einhvers staðar að verð á matarolíu í Nairobi hafi hækkað um 89%. Þó að verðhækkanir hafi vissulega mikil áhrif á litla fólkið okkar í Little Bees, þá er það mín reynsla að regntímabilin hafi mun verri áhrif. Frá því að við fórum að styrkja börnin þar, hafa alltaf blossað upp einhver veikindi (venjulega malaría) í kjölfar regntímabilanna (sem eru að mig minnir í mars). Nú er tiltölulega stutt síðan að mörg barnanna veiktust mjög alvarlega af kóleru og létu tvö þeirra lífið. Ég hef satt að segja áhyggjur af því að ef miklar farsóttir fara að herja á slömmin  bráðlega, að litlu skjólstæðingar okkar þar hafi ekki nógu mikið mótstöðuafl til að ráða við þær.

Nairobi áin er ákaflega saurmenguð, en við hana búa auðvitað verst settu borgararnir, þar á meðal skjólstæðingar okkar. Heimilið hennar Lucy, forstöðukonu skólans, stendur innan við 30 metra frá ánni og er því í mikilli hættu ef áin tekur að flæða.

 

EN – eins og við vitum á Íslandi – þó að vísindamennirnir séu snjallir, er veðrið eitthvað það óútreiknanlegasta sem til er – við vonum það besta og reynum auðvitað áfram okkar besta til að koma að liði, ef illa fer.


Þrjú börn komin með stuðningsaðila

Gaman, gaman. Nú hafa þrjú börn til viðbótar hlotið stuðning frá Íslandi.

Það eru Jóhanna og Sigurður sem eru svo elskuleg að styrkja Syliviu Mwanikha, 9 ára.  Hún á við fötlun að stríða í handlegg en beinin í handleggnum ná Jóhanna og Sigurður eru svo elskuleg að styrkja Sylivia Mwanikha 9 áraekki saman, og því dinglar neðri hluti handleggsins laus frá efsta hluta hans. Við erum að reyna að safna fyrir læknisaðgerð handa stúlkunni, en það gengur frekar hægt. Verð fyrir læknisþjónustu í Kenía er tiltölulega hátt, miðað við aðra þjónustu. Þeir sem vilja leggja okkur lið í að safna fyrir læknisþjónustu fyrir Sylivia og tvö önnur börn í Little Bees (sjá hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/524870/), geta lagt inn á reikning 0137-26-4645, kt. 550109-0850.

 

Sigrún og Mark ætla að styrkja Christine Achieng Oduor 9 ara

Hin örlátu Sigrún María Kristinsdóttir og Mark Andrew Zimmer hafa tekið að sér að styðja við bakið á tveimur börnum, þeim Christine Achieng Oduor 9 ara og Vivian Gaki 3 ara. Stúlkurnar litlu eru báðar munaðarlausar og búa hjá ættingjum sínum.

Sigrún og Mark styrkja Vivian Gaki 3 ara

 

Kærar þakkir til ykkar, Jóhanna, Sigurður, Sigrún og Mark.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband