Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Viltu gera góðverk með því að láta dekra við þig?

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að dekra við sjálfan sig um leið og maður gerir góðverk, en nú er komið að því!
Þann 18. nóvember nk. ætla nemendur og starfsfólk Snyrtiakademíunnar í Kópavogi að hafa fjáröflunardag og rennur afraksturinn óskiptur í byggingasjóð Little Bees skólans. 
Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan og ekki seinna vænna að panta sér tíma.
 
 

Tilkynning frá nemendum, kennurum og starfsfólki Snyrtiakademíunnar:

Fimmtudaginn 18.nóvember ætlar Snyrtiakademían að taka þátt í Alþjóðlegri athafnaviku.

Innovit, Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur stendur að og skipuleggur viðburðinn á Íslandi.

Um 100 þjóðir taka þátt og gert er ráð fyrir meira en 40 þúsund fjölbreyttum viðburðum.

Tilgangurinn er að hvetja fólk til frumkvæðis, nýsköpunar og athafna.

Nemendur, kennarar  og annað starfsfólk  Snyrtiakademíunnar ætlar að taka höndum saman

og styrkja „Little Bees“ skólann í  Naírobí, Kenía.   Skólinn er rekinn fyrir fátæk og munaðarlaus börn.

Nánar má lesa um skólann og þá sem standa að honum á byflugur.blog.is.

 

Eftirtalið verður í boði í Snyrtiakademíunni:

1.       Snyrtiskólinn. Kl.9-16.

Andlitsmeðferð. Verð kr. 5000.

Litun og plokkun.  Verð kr. 3000. 

Líkamsnudd. Verð kr. 5000.

2.       Fótaaðgerðaskóli Íslands. Kl.9-16.

Fótaaðgerð kr.5.000.

3.       Förðunarskólinn. Kl.9-13.

Nemendur og kennarar Förðunarskólans munu bjóða upp á ráðleggingar varðandi dag- , kvöld-

og brúðarförðun.  Verð kr. 2000. 

 

Allur ágóði dagsins mun renna óskiptur til Little Bees skólans.

Við vonumst eftir stuðningi þínum við „athafnasemi okkar „ í  þágu góðs málefnis.

Panta má tíma í síma 553-7900 eða  senda tölvupóst á skoli@snak.is.

 

Kveðja,

Thelma Hansen (thelma@snak.is)

Framkvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband