Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Lísa Achieng hefur fengið stuðningsaðila
13.4.2010 | 23:02
Það var ekki lengi gert. Lísa litla er búin að fá stuðningsaðila frá Íslandi, það eru hún Íris Sævarsdóttir sem ætlar að styðja Lísu. Lísa er svo heppin að hún eignast í leiðinni stóran bróðir á Íslandi sem heitir Patrik og er jafn sætur og hún. Patrik á líka aðra systur í Mósambik. Kærar þakkir Íris.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2010 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gestir í Little Bees
13.4.2010 | 21:41
Hér eru nokkrar myndir af sjálfboðaliðum sem voru að störfum í Kenía nýlega. Heimamönnum til mikillar gleði gistu þau í kofanum í slömminu eina nótt, auðvitað án rafmagns og rennandi vatns, með orðum Lucy: " Iam sending you the pictures taken by our friends who spend their night at Madoya slums as we without fearing even having locking their door with huge lock. it was wonderful pictures are coming soon you shall be pleased , and even the picture they took at night in darkness climbing upper stairs at Littlebees,
Send my love and hug to them, they enjoyed African style of living and dirty toilets, just imagine!
best regards
mama Lucy"
http://byflugur.blog.is/album/2010_april_gestir_i_lb/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litlu Lísu Achieng vantar stuðningsaðila
13.4.2010 | 21:36
Spínatframleiðsla í Little Bees
13.4.2010 | 21:19
Þessar yndislegu konur sem búa í slömminu og reyna að alefli að hlúa að börnunum í kringum sig, eru byrjaðar að rækta spínat, kalla þetta "urban farming" - til þess að börnin í Little Bees skólanum geti fengið nýtt og ferskt grænmeti að borða.
Af myndinni að dæma virðist mold vera komið fyrir í pokum og spínatið látið vaxa út um göt á pokunum.
Þetta eru náttúrulega bara snillingar.
Wao na fikra (þetta þýðir þær eru snillingar á Swahili, eftir því sem google translate segir mér).
Nú eru komnar fleiri myndir, grænmetið byrjarð að vaxta: http://byflugur.blog.is/album/2010_april_buskapurinn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2010 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrslur um fósturbörnin í Little Bees
13.4.2010 | 21:02
- Agnes - Ragnhildur og Katla
- Belinda - Magga Stína og Borge
- Brynhildur - BJ
- Christine - Sigrún og Mark
- Cynthia - Dóra Kristín
- Garvin - Silla og Andrea
- Calvin - Inga
- Loice - María
- Macrine - Rosa
- Marion - Brynhildur
- Mohamed - Friðsemd
- Nelius - Hanna
- Nicole - Halldora
- Robin - Inga Kolbrun
- Saga - Amos
- Silvance - Beggi
- Silvia - Jóhanna og Sigurður
- Tracy - Lára
- Vivian - Sigrún og Mark
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir af skólabyggingu
12.4.2010 | 10:08
Við sendum 220 þús. sem söfnuðust með jólakortasölu til Kenía fyrir nokkru. Þessi fjárhæð gerði um 117 þús. keníska shillinga. Þessi fjárhæð dugir ekki til þess að klára efri hæðina og stigann sem liggur utan á húsinu, til þess vantar ennþá um 83 þús. keníska shillinga, en þetta kemur þótt hægt fari. Skólabyggingin, þó ókláruð sé, hefur skipt sköpum fyrir skólastarfið og við hættum ekki fyrr en skólinn er kláraður
Af Little Bees er allt gott að frétta. Skólastarfið hefur legið niðri, eins og það gerir alltaf í mars. Það er regntímabil og rignir upp á hvern dag, með flóðum og drullu sem því fylgir alltaf. Engar fréttir af veikindum sem betur fer.
Ég set hérna kvittun fyrir þeim hluta peninganna sem búið er að koma í lóg nú þegar og myndir af framkvæmdum af efri hæð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)