Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Embla, Ágúst og Salka styrkja önnur börn í Kenía
23.7.2010 | 00:22
Konurnar í slömminu
22.7.2010 | 19:36
Mig langar að sýna ykkur myndir af konunum í Madoya fátækrahverfinu í útjaðri Nairobi í Kenía. Ég dáist takmarkalaust af þessum konum, sem búa í samfélagi þar sem enginn strúktúr né skipulag er á neinu. Það er ekkert rennandi vatn, ekki klósett, ekkert rafmagn, engin sorphirða, engin bæjarstjórn, bara kaos.
Þessar frábæru konur komu saman og skipulögðu sjálfboðaliðastarf í hverfinu og stofnuðu skóla. Þær fengu banka til þess að hjálpa til við að fjármagna byggingu almenningsklósetta og vatnstanks. Fólk borgar fáeinar krónur fyrir vatnið og afnot af klósetti og renna þær krónur til samfélagsverkefna. Sjálfboðaverkefnin sem börnin okkar í Little Bees njóta mjög góðs af er t.d. grænmetisræktun í strigapokum og ræktun á hænsnum, kanínum og öndum til manneldis, þannig að nú njóta börnin í Little Bees skólanum hollara og fjölbreyttara fæðis en áður var
Hér má sjá nokkrar myndir af þessu frábæra fólki: http://byflugur.blog.is/album/konurnar_i_little_bees/, http://byflugur.blog.is/album/2010_april_buskapurinn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til stuðningsforeldra
22.7.2010 | 19:01
Hér koma nýjar myndir og kveðjur frá börnunum ykkar í Little Bees (ýta á litlu myndirnar til að stækka):
http://byflugur.blog.is/album/2010_juli/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er búið að ráðstafa peningunum sem duglegar hnátur frá Íslandi söfnuðu til styrktar börnunum í Little Bees. Þær Katla, Kata og Glóey héldu tombólu en Elín, Rakel Marín, Rakel Sif og Rebekka Líf söfnuðu saman gömlu böngsunum sínum og gengu í hús í Garðabæ og seldu þá. Þess má geta að Katla ásamt ömmu sinni styrkir Agnesi, nemanda Little Bees með mánaðarlegum framlögum, en Elín og fjölskylda hennar styðja við bakið á Marion. Alls söfnuðu þessar frábæru stelpur 20 þúsund krónum sem sendar voru til Little Bees skólans. Fjárhæðin var notuð til þess að kaupa glugga fyrir nýtt skólahúsnæði sem búið er að vera í byggingu undanfarin 3 ár, en hægt gengur að ljúka við. Það er skemmtilegt og gefandi starf að bæta aðbúnað lítilla barna sem ekki voru jafn heppin og við hin, að fæðast í allsnægtunum sem við búum flest við á Íslandi, þrátt fyrir kreppu. Eins og dæmin sanna þá geta jafnvel átta ára börnin okkar gert heilmikið til að bæta líf jafnaldra sinna
Í Kenía á að heita að grunnskólamenntun sé ókeypis, en engu að síður þurfa börnin að koma sér í skólann, oft langar vegalengdir, eiga skólabúninga og bækur. Little Bees skólinn er í fátækrahverfi þar sem þeir allra, allra fátækustu búa, yfirleitt búa börnin hjá einstæðum mæðrum eða ættingjum sem hafa tekið þau að sér. Skólinn er einkaframtak einstaklinga í hverfinu, sem rann til rifja að sjá öll þessi börn sem enga menntun fengu.
Fyrir þá sem vilja styrkja okkur í að ljúka við skólabygginguna, er bankareikningurinn 0137-15-380813, kt. 550109-0850.
Hér má sjá bréf frá tveimur barnanna í Little Bees, til styrktarforeldra sinna á Íslandi, þar sem þau tala um nýja gluggann í skólanum.
http://byflugur.blog.is/album/2010_juli/image/1010993/
http://byflugur.blog.is/users/70/byflugur/img/agnes_til_kotlu.jpg
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)