Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Fréttir frá Little Bees
22.5.2011 | 14:07
Eins og ég sagði ykkur um daginn fékk Lucy heilablóðfall og hefur ekki verið rólfær að neinu ráði. Hún er í endurhæfingu og við bara bíðum og vonum að hún muni aftur ná fyrri kröftum.
Hún Linda, sem studd var til framhaldsnáms af Gígju Árnadóttur og sagt er frá hér: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1132282/, fór fyrir okkur í heimsókn til Little Bees til að kanna málin. Hún sagði okkur að Lucy væri enn mjög veik en öll verkefnin sem rekin eru á vegum sjálfshjálparsamtakanna gangi vel í fjarveru hennar, hún vinnur náið með sjálfboðaliðunum, skipar fyrir frá rúmstokknum, þannig að lífið og tilveran í skólanum hefur sinn vanagang, þó hún sé fjarri góðu gamni. Hún sjálf, auk tveggja kjarnakvenna sem eru lífið og sálin í starfinu í Kisumu munu vera í símasambandi við Lucy og veita henni móralskan stuðning.