Fleiri slæmar fréttir úr Little Bees

Eins og ég sagði ykkur í síðustu færslu, þá var hann Victor sem var yfirkennari/skólastjóri Little Bees Victor með mömmu sinniskólans myrtur þann 15. janúar. Hann var í þjálfun og til stóð að hann tæki við rekstri samtakanna sem reka skólan, þegar Lucy okkar hætti. Þó Lucy myndi tæpast teljast öldruð á okkar slóðum, þá hefur hún nú engu að síður þegar náð meðalaldri fólks í Kenía sem er aðeins 48 árVictor með ömmu sinni og systkinum og telst gömul kona á sínum heimaslóðum. Victor lætur eftir sig konu og tvö ung börn.

Ég hafði ekki heyrt í henni í langan tíma og var farin að undrast þögnina, því ég var búin að senda henni peninga fyrir áframhaldandi endurbótum á skólahúsnæðinu sem til stóð að framkvæma í mars, á meðan skólanum væri lokað. Í gær heyrði ég loksins frá henni. Það sem ég vissi ekki var að Victor var sonur Lucyar og eins og gefur að skilja þá tók hún fráfall hans afskaplega nærri sér. Hún sagðist hafa átt afar erfitt uppdráttar eftir dauða Victors, dauði hans hafi veikt hana bæði á líkama og sál og endaði sá sorgarferill með heilablóðfalli. Hún hefur ekki fulla stjórn á hægri fætinum og höndum og er því rúmföst. 

Victor að hjólaÉg hef satt að segja aldrei heyrt okkar konu svona vondaufa. Hún er afskaplega trúuð og hefur alltaf sett allt sitt traust á Guð, en núna er jafnvel trúin veik. Hún biður ykkur engu að síður að biðja fyrir sér og bata sínum. 

Eins og ég hef sagt ykkur áður, þá er heilbrigðisþjónustan í KeníaVictor lengst til vinstri, útskrift úr framhaldsskóla alveg rándýr og ekki á færi nema þeirra allra ríkustu að kaupa sér meðöl og endurhæfingu. Ég hef því skrifað Lucy og sagt henni að henni sé frjálst að nota það sem eftir var af peningunum sem ég sendi henni úr byggingasjóðnum (og kom af sölu jólakorta) til þess að greiða fyrir meðöl og endurhæfingu. Ég satt að segja veit ekki hvort hún var búin að ráðstafa hluta af þessum peningum, en tel held þó ekki. Peningarnir munu skila henni eitthvað áleiðis í endurhæfingunni, en trúlega mun hún þó þurfa meira áður en hún nær fullum bata.

Victor á fótboltamóti í SvíþjóðMig langar að biðja þau ykkar sem eruð á Facebook að fara inn á síðuna hennar: http://www.facebook.com/home.php#!/profile.php?id=1311185605 (Lucy Odipo) og senda henni einhver skilaboð sem eru til þess fallin að blása henni í brjóst gamla Victor með konu sinni og frumburðibaráttuandanupic8 Victor in white t shirt in Norwaym.

Victor að skemmta Little Bees börnum

Sorgleg frétt úr Little Bees

Þessi duglegi ungi maður, sem á myndbandinu hér að neðan sýnir okkur hvað eftir er að gera til þess að klára skólahúsnæði Little Bees skólans, lést þann 15. janúar síðastliðinn. Hann féll fyrir hendi ræningja.

Victor var óþreytandi liðsmaður skólans, hann var titlaður skólastjóri og átti að taka við stjórnartaumunum af Lucy. Hann lætur eftir sig unga konur og tvö börn.

 


Skólahúsið

DSC03407Nú er búið að ráðstafa peningunum sem nemendur og kennarar Snyrti-akademíunnar í Kópavogi söfnuðu (sjá: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1119240/).

Peningarnir voru notaðir til þess að kaupa sement og sand sem notaður var til þess að pússa gólfin í þremur kennslustofum á neðri hæð, timbur og nagla til þess að bæta gólfið á efri hæð, klæðningu á veggi efri hæðar, gler í glugga og hurðar auk málningar. Hér eru fleiri myndir.

Hér fyrir neðan er greinargerð fyrir kostnaðinum:

Dollars 1,537 x 75       = 115,275

Cementing ground new classroom

3 rooms, 1 room is equal to 10 bags of cement

 

1 cement @ 1,000 x 25 bags                                  = 25,000

2 lorries River Sand 10,000 x 2                              = 20,000

Repairing upper wooden floor timber & nails            = 10,000

 

Filled upstairs walls                                                    = 28,000

Bought 4 pieces of black sheet @ 7,000 x 7              = 28,000

 

Down class fixed glass windows & doors

1 @ 750 x 9 pieces if 3 windows                               = 6,750

 

1 @ 750 x 9 pieces glass of glass 3 doors                   = 6,750

 

Paints 4 litres each

Barmuda blue              = 3,755

Cream                          = 3,755

Black                           = 3,755

Bluesky                       = 3,755


Maggastina Class 8

Belinda brosmildaHinir örlátu stuðningsaðilar Belindu í Little Bees skólanum, Magga Stína og Börge, gáfu Little Bees skólanum 30 þús. krónur í jólagjöf með því fororði að þá peninga mætti nota í hvaðeina sem þurfa þyrfti.

Á þessu ári verður í fyrsta sinn kenndur 8. bekkur í Little Bees skólanum, sem er síðasti bekkur fyrir framhaldsskólastig. Peningarnir frá Möggu Stínu og Börge verða notaðir í stofnkostnað við að koma 8. bekknum á koppinn og verður þessi bekkur framvegis kallaður:

Maggastina Class Eight  Grin

Fyrir peningana verða keypt 10 borð fyrir nemendur og borð og stóll fyrir kennara.

Kærar þakkir Magga Stína og Börge.

Hér að neðan er útlistun Lucy á notkun peninganna:

Gifts from Belinda’s Sponsor 255 Dollars x 75 = 19,125

In this year 2011, Little Bees Children have reached to class eight where our school is going to have a start to sit for their final examinations to join secondary schools in the year 2012, after finishing eight years learning at Little Bees School.

We gave the class eight, gifts from Belinda’s Sponsor, who sponsored us with 19,125

The new class eight was named Naggastina Class Eight
The school committee sat down at taught to present class eight with good 10 new desks, a chair and a table for class eight teacher and they were happy.
1 desk @ 1,500 x 10 desks = 15,000
Teachers table 1 @ 2,500   =   2,500
Teachers chair @ 1,500      =   1,500
Class eight pupils register  =      125
Total
= 19,125


Myndir af jólamat og jólagjöfum

Fréttir til stuðningsforeldra

Hér sjáið þið myndir af fósturbörnunum ykkar sem teknar voru í kringum jólin ( http://byflugur.blog.is/album/2011_januar/ - smellið á litlu myndirnar til að stækka þær). Þetta eru myndir af börnunum með jólagjafnirnar sínar - en þau fengu öll ný föt í jólagjöf frá stuðningsaðilum sínum á Íslandi. Þarna vantar reyndar mynd af Cynthiu litlu, en hún þjáist af hvítblæði og lá á sjúkrahúsi þegar myndirnar voru teknar. Lucy fór samt með jólagjöfina og góðan mat til Cynthiu á sjúkrahúsið. Cynthia fær líka af og til heimsóknir frá starfsfólki og samnemendum sínum í Little Bees.

oll borninVið sendum pening fyrir sameiginlegri jólamáltíð handa öllum börnunum sem stunda Little Bees skólann, en þau buðu líka með sér öðrum fátækum börnum úr nágrenninu sem ekki stunda skólann. Fyrir hátíðina voru keypt 10 kg. af kjöti, 40 kg. af hrísgrjónum, 3 lifandi kjúklingar, sekkur af hveiti og gos. Þetta var mikill hátíðisdagur, börnin sungu saman og horfðu á fimleikasýningu sem Little Bees börnin undirbjuggu.

Hér fyrir neðan koma svo skýrslur um hvert barn, smellið á tengil með nafni ykkar barns til að sjá skýrslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband