Skýrslur og myndir af börnunum í Little Bees

Sælir fósturforeldrar

Það eru komnar nýjar skýrslur og myndir af börnunum. Skýrslurnar má sjá neðst í þessari færslu, þið smellið bara á nafn viðkomandi barns til að sjá skýrslu, en myndirnar eru hér á þessari slóð: http://byflugur.blog.is/album/2010_nov/.

Af sjúklingunum í hópi fósturbarnanna er það það frétta að Amosi, sem er með hjartagalla hrakar stöðugt, hann getur orðið illa stundað skóla og það líður yfir hann allt að þrisvar sinnum á dag. Horfur hans eru því miður ekki bjartar. Það er sorglegra en tárum taki að það er ekkert hægt að gera að því er virðist, til að lengja líf hans. Af Cynthiu litlu sem þjáist af hvítblæði eru betri fréttir, hún er komin út af sjúkrahúsinu og hefur stundað skólann síðustu þrjá mánuði amk.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gjafir til Little Bees

Það er dásamlegt að upplifa hvernig stuðningur einstaklings eða hjóna við eitt munaðarlaust barn í Kenía, dreifist smám saman út til stórfjölskyldunnar, þannig að barnið í Afríku á orðið heilt stuðningsnet á Íslandi, sem styður barnið og skólann sem það gengur í.

Dæmi um þetta eru Margrét Kristín Sigurðardóttir og Börge Wigum. Þau tóku að sér að styðja Belindu Atieno.  Í kjölfarið tóku foreldrar Möggu Stínu, Sigurður og Jóhanna, að sér að styðja aðra litla stúlku, sem heitir Silvia.

 Móðir Börge átti stórafmæli fyrir dálitlu síðan, í tilefni af afmælinu gaf hún peningagjöf til Little Bees skólans sem Belinda og Silvia stunda báðar. Þá héldu börn Möggu Stínu og Börges tombólu ásamt vinkonu sinni og gáfu andvirðið til Little Bees skólans (sjá: http://byflugur.blog.is/blog/byflugur/entry/1079148/) . Hér að neðan má sjá afraksturinn af þessum peningagjöfum. Keyptir voru nýjir matardiskar úr ryðfríu stáli fyrir öll börnin sem stunda skólann, en þau fá hádegismat í skólaBULDING MATERIAL DONATIONnum. Hinir gömlu voru úr plasi og voru orðnir verulega úr sér gengnir. Einnig voru keyptar námsbækur handa börnunum, en allt námsefni í skólanum er af mjög skornum skammti. Smám saman eru þau mál þóMAGASTINA MOTHER IN LAW DONATION OF FEEDING PLATES að komast í betra lag, með framlögum héðan og þaðan. Þá var líka keypt efniviður til þess að setja múrhúð á gólf nýja skólahúsnæðisins.

Það er alveg magnað hvað börn íslensku stuðningsforeldranna hafa verið dugleg að styrkja Little Bees skólann með tombólufé. Áður hafa verið keyptir gluggar í nýja skólann fyrir söfnunarfé þeirra.

BAHATI NASIBU & MAGASTINA DONATIONS Receipt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Viltu gera góðverk með því að láta dekra við þig?

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að dekra við sjálfan sig um leið og maður gerir góðverk, en nú er komið að því!
Þann 18. nóvember nk. ætla nemendur og starfsfólk Snyrtiakademíunnar í Kópavogi að hafa fjáröflunardag og rennur afraksturinn óskiptur í byggingasjóð Little Bees skólans. 
Nánari upplýsingar má sjá hér að neðan og ekki seinna vænna að panta sér tíma.
 
 

Tilkynning frá nemendum, kennurum og starfsfólki Snyrtiakademíunnar:

Fimmtudaginn 18.nóvember ætlar Snyrtiakademían að taka þátt í Alþjóðlegri athafnaviku.

Innovit, Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur stendur að og skipuleggur viðburðinn á Íslandi.

Um 100 þjóðir taka þátt og gert er ráð fyrir meira en 40 þúsund fjölbreyttum viðburðum.

Tilgangurinn er að hvetja fólk til frumkvæðis, nýsköpunar og athafna.

Nemendur, kennarar  og annað starfsfólk  Snyrtiakademíunnar ætlar að taka höndum saman

og styrkja „Little Bees“ skólann í  Naírobí, Kenía.   Skólinn er rekinn fyrir fátæk og munaðarlaus börn.

Nánar má lesa um skólann og þá sem standa að honum á byflugur.blog.is.

 

Eftirtalið verður í boði í Snyrtiakademíunni:

1.       Snyrtiskólinn. Kl.9-16.

Andlitsmeðferð. Verð kr. 5000.

Litun og plokkun.  Verð kr. 3000. 

Líkamsnudd. Verð kr. 5000.

2.       Fótaaðgerðaskóli Íslands. Kl.9-16.

Fótaaðgerð kr.5.000.

3.       Förðunarskólinn. Kl.9-13.

Nemendur og kennarar Förðunarskólans munu bjóða upp á ráðleggingar varðandi dag- , kvöld-

og brúðarförðun.  Verð kr. 2000. 

 

Allur ágóði dagsins mun renna óskiptur til Little Bees skólans.

Við vonumst eftir stuðningi þínum við „athafnasemi okkar „ í  þágu góðs málefnis.

Panta má tíma í síma 553-7900 eða  senda tölvupóst á skoli@snak.is.

 

Kveðja,

Thelma Hansen (thelma@snak.is)

Framkvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar.


Lítil von fyrir Amos

Amos litli sem er einn af skjólstæðingum okkar í Little Bees skólanum dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Hann er fæddur með einshvers konar hjartagalla, sem háir honum meira og meira með hverju árinu, að því virðist. Við höfum haft áhyggjur af heilsu hans, því af myndum að dæma, þá er hann orðinn eftir jafnöldum sínum í vexti, hann heldur ekki í við þá í leikjum, heldur verður að láta sér nægja að sitja og horfa á. Hann er þó glaðlegur og bjartsýnn drengur, eins og sjá má á myndbandinu hér (sá litli feimni í hvítu skyrtunni):

Kjartan Jónsson fór ásamt Lucy forstöðukonunni í Little Bees og talaði við hjartalækni sem hafði skoðað Amos áður, nú í sumar. Hjartagalli Amosar er flókinn, en vonir voru bundnir við að Bandarískir læknar sem koma af og til, til Nairobí og sinna sjálfboðaliðastarfi, gætu skorið hann upp og lagað hjartagallann. Sú von brást, bæði töldu þeir að lífi Amosar væri of mikil áhætta búin væri hann skorinn upp auk þess sem að svo stór aðgerð myndi taka of mikið af takmörkuðum tíma þeirra og peningum, þ.e. áhersla er lögð á að reyna að hjálpa sem flestum börnum.

Fyrr í þessum mánuði veiktist Amos hastarlega, átti mjög erfitt með andardrátt og gat ekki talað. Lucy fór með hann á sjúkrahús, þar sem hann er ennþá skv. nýjustu fréttum sem ég hef. Nú þegar hann á ekki lengur von með skurðaðgerð, er aðeins hægt að létta honum lífið með lyfjum.

 


Embla, Ágúst og Salka styrkja önnur börn í Kenía

Embla, Ágúst og SalkaÞessir litlu snillingar, þau Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Ágúst Örn Börgesson Wigum og Salka Hlíðkvist Einarsdóttir héldu tombólu til styrktar byggingasjóði Little Bees skólans og söfnuðu 4.500 krónum.

Kærar þakkir duglegu börn, þið eruð alveg frábær!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband